Fara í efni

Áskorun á borgaryfirvöld

Fréttir

Byggðaráð Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum 3. desember sl. að taka undir áskorun byggðaráðs Skagafjarðar og hvetur borgaryfirvöld til að afturkalla málshöfðun sína gegn ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs.

Í bókun byggðaráðs Langanesbyggðar segir:
Byggðaráð Langanesbyggðar tekur undir ályktun byggðaráðs Skagafjarðar og hvetur borgaryfirvöld til að afturkalla málshöfðun sína gegn ríkinu, vegna kröfu um vangoldin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, samtals að upphæð 8,7 milljarða króna. Áhrif þessarar málshöfðunar hefur áhrif á samstarf sveitarfélaga í landinu til hins verra og mjög slæm áhrif á afkomu annarra sveitarfélaga í landinu. Reykjavíkurborg hefur m.a. margskonar ávinning sem höfuðborg landsins sem önnur sveitarfélög njóta ekki.