Fara í efni

Árshátíðarsýning Grunnskólans - Emil í Kattholti

Fréttir

Árshátíðarsýning Grunnskólans á Þórshöfn verður fimmtudaginn 17. nóvember í Þórsveri og hefst sýningin kl. 17:00

Nemendur bjóða ykkur í heimsókn í Hlynskóga, nánar tiltekið í Kattholt. Þið þekkið án efa fjölskylduna sem þar býr, uppátækjasama drenginn Emil, systur hans Ídu, misþolinmóða Anton og hjartahlýju Ölmu, seinheppnu Línu vinnukonu og Alfreð vinnumann. Sögumanneskjan Týtuberja Finnur/Maja verður að sjálfsögðu á staðnum og fleiri og fleiri því það er alltaf líf og fjör í kringum heimilisfólkið í Kattholti.

Enginn aðgangseyrir en boðið verður upp á frjáls framlög.

Nemendafélagið mun selja smá veitingar í hléinu, posi á staðnum.