Fara í efni

Árshátíð Grunnskólans

Fréttir Fundur

Árshátíð Grunnskólans á Þórshöfn verður föstudaginn 15.nóvember og hefst kl.17.00 í Þórsveri. 

Þar munu nemendur setja upp Gulleyjuna en í Gulleyjunni tekur lífið á sveitakránni stakkaskiptum þegar gamall sjóræningi gefur þar upp öndina og skilur eftir sig fjársjóðskort. Sonur kráareigandans veit ekki fyrr til en hann er kominn langt suður í höf með skuggalegri áhöfn á skipinu Hispanjólu.

Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir. Nemendafélagið verður með sjoppu í hléinu.