Fara í efni

Ályktun Langanesbyggðar um fyrirkomulag strandveiða

Fréttir

Á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar þann 11. ágúst 2022 var eftirfarandi ályktun um fyrirkomulag strandveiða samþykkt samhljóða.

„Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur jákvætt að stjórnvöld hafi nú til afgreiðslu á Alþingi breytingar á fyrirkomulagi strandveiða og svæðaskiptingu með það að markmiði að sanngirni aukist. Strandveiðar voru settar á laggirnar á sínum tíma að auðvelda áhugasömum smábátasjómönnum að róa á færabátum á grunnslóð. Þetta var gott framtak og með strandveiðum hefur færst aukið líf í hafnir landsins – ekki síst á minnstu stöðunum. Kerfið þarf að vera eins sanngjarnt og hægt er gagnvart öllum veiðisvæðunum fjórum hringinn í kringum um landið. Vonandi tekst að gera breytingar til að aflinn dreifist jafnar út um allt land“.

Nánari upplýsingar veitir Valdimar Halldórsson, verkefnastjóri á skrifstofu Langanesbyggðar.