Fara í efni

Ærslabelgur á Þórshöfn – Óformleg viðhorfskönnun

Fréttir

Ungmennafélagi Langanesbyggðar (UMFL) hefur borist ærslabelgur (vantar mynd) að gjöf frá velunnurum félagsins á Þórshöfn. Fallist hefur verið á að sveitarfélagið taki við rekstri og umsjón með ærslabelgnum ásamt því að koma honum fyrir.  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum fyrr í ágúst að leita álits íbúa á mögulegri staðsetningu ærslabelgsins á Þórshöfn. Á meðfylgjandi  mynd eru fjórar hugmyndir og gefst íbúum tækifæri til að  velja á milli þessara fjögurra staðsetninga. Einnig eru möguleikar á að koma með nýjar tillögur. Ykkar niðurstöður verða til hliðsjónar við staðarval, en gert er ráð fyrir að ærslabelgnum verði komið niður fyrir mánaðarmótin.

 Frestur til að svara könnuninni er til og með 19. ágúst nk.

 Sveitarstjóri

Hér er hægt að kjósa um staðsetninguna