Fara í efni

Aðalfundur Skógræktarfélags Þórshafnar 29.10 2022

Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Þórshafnar verður haldinn þann 29 október n.k. kl. 12:00 í Grunnskólanum á Þórshöfn.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Fullgildir meðlimir Skógræktarfélagsins hafa rétt til setu á aðalfundi en það eru þeir sem greitt hafa árgjald til félagsins.
Árgjaldið er kr. 1.000 og greiða má inn á reikning félagsins:
0192-15-200028, kt. 580919-0570.

Gestir fundarins verða Elísabet Bernard frá Skógræktarfélagi Íslands og Ingólfur Jóhannesson frá Skógræktarfélagi Eyjafjarðar.Að fundi loknum verður boðið upp á hópferð í Akurgerði sem er 13 ha skógarreitur í landi prestsetursins Skinnastaða í Öxarfirði. Ingólfur mun kynna fólki undur lundarins.