Fara í efni

Á NS sekkur í Vopnafjarðarhöfn

30.okt 2007Rúmlega fimm tonna trilla Á NS sökk við bryggju í höfninni á Vopnafirði í nótt. Komið var að trillunni, um hálf sjöleitið í morgun og var þá óskað eftir aðstoð lögreglu og slökkviliðs.

Mynd Jón Sig30.okt 2007
Rúmlega fimm tonna trilla Á NS sökk við bryggju í höfninni á Vopnafirði í nótt. Komið var að trillunni, um hálf sjöleitið í morgun og var þá óskað eftir aðstoð lögreglu og slökkviliðs. Stýrishús trillunar stóð upp úr kafi þar sem fjarað hafði út, en báturinn lá á botninum.

Trillan dró niður með sér lítinn bát með utanborðsmótor sem bundinn var við trilluna. Líklegast er talið að slanga sem notuð er til að þrífa kör og þess háttar eftir löndun hafi legið ofan í bátinn án þess að skrúfað hafi verið fyrir hana og hún fyllt trilluna af vatni.

Eigandi trillunar er héðan frá Bakkafirði, Oddur V Jóhannsson en hann rær yfirleitt frá Bakkafirði á vorin á Grásleppu.

Myndir Frá Bjarka Björgúlfs.

Myndir J.S. Vopnafjordur.is