4 Nýjar íbúðir afhentar við Miðholt
Í dag afhenti Dawid smiður Brák íbúðafélagi hses. 4 nýjar leigubúðir sem byggðar hafa verið við Miðhot 21-27. Um er að ræða 83 m2 þriggja herbergja íbúðir.
Það var sveitarstjórn sem gerði samning við Íbúðafélagið um byggingu þessara íbúða. Ríkið leggur fram stofnframlag til byggingar slíkra íbúða og sveitarfélagið leggur framlag á móti. Íbúðirnar eru alfarið í eigu Brákar íbúðafélags hses. sem sér um gerð leigusamninga, viðhald og greiðir öll gjöld af íbúðunum. Leigan er 187.000 á mánuði og geta þeir sem leigja átt kost á húsnæðisbótum. Rafmagn er ekki innifalið í leiguverði.
Nú þegar hafa tvær umsóknir borist um íbúðir en þeir sem eru að leita að góðum og hagkvæmum íbúðum á fallegum stað eru hvattir til að senda inn umsókn á brakibudafelag@brakibudafelag.is
Hægt er að afla frekari upplýsinga hjá Brák hses. á skrifstofutíma sem er mánudaga - fimmtudaga frá 09-15.30 og föstudaga frá 09-14.30