Fara í efni

4 Nýjar íbúðir afhentar við Miðholt

Fréttir
Frá afhendingu íbúða við Miðholt, fv. Björn S. Lárusson sveitarstjóri, Einar Georgsson framkvæmdastj…
Frá afhendingu íbúða við Miðholt, fv. Björn S. Lárusson sveitarstjóri, Einar Georgsson framkvæmdastjóri Brákar íbúðafélags hses. Dawid Potrykus sem byggði íbúðirnar og Sigurður Þór Guðmundsson oddviti sveitarstjórnar Langanesbyggðar.

Í dag afhenti Dawid smiður Brák íbúðafélagi hses. 4 nýjar leigubúðir sem byggðar hafa verið við Miðhot 21-27. Um er að ræða 83 m2 þriggja herbergja íbúðir.
Það var sveitarstjórn sem gerði samning við Íbúðafélagið um byggingu þessara íbúða. Ríkið leggur fram stofnframlag til byggingar slíkra íbúða og sveitarfélagið  leggur framlag á móti. Íbúðirnar eru alfarið í eigu Brákar íbúðafélags hses. sem sér um gerð leigusamninga, viðhald og greiðir öll gjöld af íbúðunum. Leigan er 187.000 á mánuði og geta þeir sem leigja átt kost á húsnæðisbótum. Rafmagn er ekki innifalið í leiguverði. 
Nú þegar hafa tvær umsóknir borist um íbúðir en þeir sem eru að leita að góðum og hagkvæmum íbúðum á fallegum stað eru hvattir til að senda inn umsókn á brakibudafelag@brakibudafelag.is 
Hægt er að afla frekari upplýsinga hjá Brák hses. á skrifstofutíma sem er mánudaga - fimmtudaga frá 09-15.30 og föstudaga frá 09-14.30