29. fundur, aukafundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar
Fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar
29. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, aukafundur verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, fimmtudaginn 2. maí 2024 og hefst fundur kl. 14:00.
Áður en fundur hefst munu Elva Gunnlaugsdóttir og Albertína Elíasdóttir kynna starfsemi SSNE og hefst sú kynning kl. 13:00. Aðal – og varamenn er velkomnir á þá kynningu.
D a g s k r á
1. Ársreikningur Langanesbyggðar 2023 – önnur umræða
01.1 Samstæðuyfirlit Langanesbyggðar 2023
01.2 Langanesbyggð endurskoðunarskýrsla
01.3 Staðfestingarbréf stjórnenda
2. Fundargerð stjórnar Sambands Ísl. sveitarfélaga nr. 947 frá 19.04.2024
3. Fundargerð 24 fundar, aukafundar byggðaráðs frá 16.04.2024
4. Fundargerð 25 fundar, aukafundar byggðaráðs frá 23.04.2024
5. Erindi til sveitarstjórnar frá Lögreglustjóranum á NE um fjárbeiðni vegna 5 ára afmælis Bjarmahlíðar á Akureyri, miðstöðvar þolenda ofbeldis.
6. Samþykkt umsóknar sem send var HMS um stofnframlag til byggingar leiguhúsnæðis á Þórshöfn.
7. Álit innviðaráðuneytisins v/ stjórnsýslu Langanesbyggðar, sbr. 2. tl. 2. mgr. 112. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 IRN24020021
8. Styrkur til björgunarsveitarinnar Hafliða 2024 – 2026.
Björn S. Lárusson
Sveitarstjóri