Fara í efni

27. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Fréttir

Fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar

27. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, fimmtudaginn 21. mars 2024 og hefst fundur kl. 14:00.

Áður en fundur hefst munu Díana og Annan Lind frá SSNE koma á fund og kynna niðurstöður úr vinnustofunni um fjárfestingar á Norðurlandi. Sú kynning hefst kl. 13:00, þannig mæting á fundinn er kl. 13:00.

D a g s k r á

1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 943 frá 9.02.2024
2. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 944 frá 23.02.2024
3. Fundargerð 22. fundar byggðaráðs frá 7.03.2024
4. Fundargerð 5. fundar landbúnaðar- og dreifbýlinefndar frá 21.02.2024
     04.1 Erindi frá Reimari Sigurjónssyni um kaup á girðingu
5. Fundargerð 10. fundar Jarðasjóðs frá 29.02.2024
6. Fundargerð 23. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 12.03.2024
7. Fundargerð 13. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 12.03.2023
8. Fundargerð 15. fundar velferðar og fræðslunefndar frá 14.03.2024
     8.1 Samstarfssamningur við Aflið
     8.2 Samningur um barnaverndarþjónustu við Akureyrarbæ
     8.3 Samningur HSN og Naust um hjúkrun
     8.4 Samningur HSN og Naust um læknaþjónustu.
     8.5 Eldri samningur um læknaþjónustu frá 2021
     8.6 Útreikningar á kostnaði
9. Erindi frá Lyngholt ehf. þar sem óskað er viðræðna um hugsanlega leigu á Þórsveri
10. Erindi frá Ágústi Marinó Ágústssyni um kaup á 20% hlut Langanesbyggðar í félaginu Skör ehf.
11. Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands ísl. sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024 frá 8. mars 2024.
12. Skýrsla starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu
13. Erindi til sveitarfélagsins um forkaupsrétt á Manna ÞH 88
14. Tillaga um breytingar á dagskrá byggðaráðs og sveitarstjórnar vegna umræðu um ársreikning.
15. Erindi frá smábátafélaginu Fonti vegna vinnsluskyldu á grásleppu frá 26. fundi.
     15.1 Frumvarp til laga um veiðistjórn á grásleppu.
16. Skýrsla sveitarstjóra

Björn S. Lárusson
Sveitarstjóri