Fara í efni

Úr fundagerð hreppsnefndar 1 apríl 2008

Tónleikar
2 apríl 2008Einnig kom fram að Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis hefði í hyggju að loka afgreiðslu sinni á Bakkafirði frá og með nk. mánaðarmótum. Uppgefnar ástæður væru m.a. þær að viðskipti hefðu 2 apríl 2008

Einnig kom fram að Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis hefði í hyggju að loka afgreiðslu sinni á Bakkafirði frá og með nk. mánaðarmótum. Uppgefnar ástæður væru m.a. þær að viðskipti hefðu ekki þróast í takt við væntingar og að sá starfsmaður er sinnt hefur afgreiðslunni á Bakkafirði muni láta af störfum í lok þessa mánaðar. Hreppsnefnd Langanesbyggðar hvetur forráðamenn sparisjóðsins til að skoða þá möguleika til hlítar að halda áfram opinni afgreiðslu á Bakkafirði og þá t.d. með mönnun frá Þórshöfn. Því er hins vegar sýndur skilningur að eitthvað kunni að þurfa að draga úr þjónustustigi frá því sem nú er.

Öll fundargerðin

Sveitarstjóra falið að koma framangreindu á framfæri.