Fara í efni

Sjómannadagshátíðahöld á Bakkafirði

Tónleikar
Sjómannadagshátíðahöld á Bakkafirði verða með þeim hætti að í kvöld, föstudaginn 5. júní milli kl.20:00 og 22:00 verður gengið í hús og seldir happdrættismiðar. Laugardaginn 6. júní hefjast Sjómannadagshátíðahöld á Bakkafirði verða með þeim hætti að í kvöld, föstudaginn 5. júní milli kl.20:00 og 22:00 verður gengið í hús og seldir happdrættismiðar.
Laugardaginn 6. júní hefjast leikir og þrautir við tjaldsvæðið kl. 15:00. Síðan verður grillveisla við skólann kl. 18:00 þar sem kostar 1.200 krónur fyrir fullorðna og frítt fyrir 10 ára og yngri. Fólk verður að koma með hnífapör og drykki en í boði verður kaffi og djús. Einnig bjóðum við uppá svartfuglsegg, segir í tilkynningu frá björgunarsveitinni, en það eru björgunarsveitin Örn og starfsstöð björgunarsveitarinnar Hafliða sem standa fyrir hátíðinni.
Á sunnudaginn 7. júní kl. 14:00 verður sjóferð veiðiferð og auk þess verður Zodijac ferðir fyrir krakkana.
Styrktaraðilar eru fyrirtæki á staðnum. Björgunarsveitirnar hvetja sem flesta til að mæta með góða skapið.