Fara í efni

Sjómaður sem leitað var að fannst látinn

Tónleikar
12.04.2007Sjómaðurinn sem leitað var að við Vopnafjörð fannst nú klukkan hálftólf um eina og hálfa sjómílu frá landi. Það var björgunarskipið Hafbjörg frá Neskaupstað sem fann manninn og var hann láti12.04.2007
Sjómaðurinn sem leitað var að við Vopnafjörð fannst nú klukkan hálftólf um eina og hálfa sjómílu frá landi. Það var björgunarskipið Hafbjörg frá Neskaupstað sem fann manninn og var hann látinn.

Um hundrað björgunarsveitarmenn frá tólf björgunarsveitum ásamt þyrlu, flugvél og varðskipi frá Landhelgisgæslunni tóku þátt í leitinni. Leit hafði staðið yfir frá því í gærkvöld eftir að Vaktstöð siglinga náði ekki Í bátinn. Hann fannst hins vegar í fjörunni, mitt á milli Kattárvíkur og Fles út af Kollamúla í Vopnafirði.

Maðurinn fór til veiða á bátnum í gærmorgun frá Vopnafirði en óvíst er hvað gerðist eftir það. Ekki verður greint frá nafni mannsins að svo stöddu.

Frétt á Vísir.is