Fara í efni

Sandkastalar og önnur listaverk úr sandi

Tónleikar
Það er nánast orðin hefð að fólk spreyti sig í sandkastalabyggingum og gerð annarra sandlistaverka á Kátum dögum í Langanesbyggð. Á því verður ekki breyting í sumar. Að þessu sinni verður byggt á BakkÞað er nánast orðin hefð að fólk spreyti sig í sandkastalabyggingum og gerð annarra sandlistaverka á Kátum dögum í Langanesbyggð. Á því verður ekki breyting í sumar. Að þessu sinni verður byggt á Bakkasandi í Bakkafirði sunnudaginn 19. júlí. Leyfilegt er að hefja byggingaframkvæmdir hvenær sem er um morguninn. Morgunhanar geta því gefið sér góðan tíma í verkhönnun og framkvæmdir. Úrslit verða svo tilkynnti þar á sandinum kl. 14:00 eða milli greina í Langanesvíkingnum sem einnig fer fram þar á sandinum á sama tíma. Í dómnefndinni eru valinkunnir fagurkerar með listrænt auga og fegurðarskyn. Veitt verða verðlaun fyrir besta verkið og það frumlegasta.