Fara í efni

Nýbúar í Útgerð

Tónleikar
Það þykir nú ekki til tíðinda er línubátur landar á Bakkafirði en þegar betur er að gáð þegar línubáturinn Áfram NS 169 kemur að landa þá eru áhafnarmeðlimir báðir af erlendu bergi brotin og eru þar a

Það þykir nú ekki til tíðinda er línubátur landar á Bakkafirði en þegar betur er að gáð þegar línubáturinn Áfram NS 169 kemur að landa þá eru áhafnarmeðlimir báðir af erlendu bergi brotin og eru þar að auki par. Miroslaw Tarasiewicz sem í daglegu tali er kallaður Darrek og Ton Khorchai sem er kölluð Toný af heimafólki reka útgerðina og róa sjálf til fiskjar . Þau sjá einnig um að beita línuna í landi en þeir sem til þekkja vita að beiting er stór kosnaðarliður í línuútgerð. 

Bæði komu þau til Íslands til að vinna og unnu í fiski til að byrja með, m.a. í  Gunnólfi ehf á Bakkafirði og síðar fór Darrek að róa sem háseti á öðrum bátum á Bakkafirði. Nú er svo komið að þau eru orðin eigin herrar með eigin útgerð og virðist ganga vel.    

Í þessum róðri voru þau með uþb. 2.tonn af ýsu sem fengjust á 16 bala einhverstaðar í Bakkaflóa. 

Myndir frá Lönduninni.