Fara í efni

Lausar eru eftirtaldar stöður við Grunnskólann á Bakkafirði frá og með 1. ágúst nk.

Tónleikar
 Umsóknarfrestur er til föstudagsins 25. apríl nk. Kennara vantar í almenna kennslu, textílmennt, íþróttir og heimilisfræði. Grunnskólinn á Bakkafirði er einsetinn lítill skóli með 10 -

 Umsóknarfrestur er til föstudagsins 25. apríl nk.

 

Kennara vantar í almenna kennslu, textílmennt, íþróttir og heimilisfræði.

 

Grunnskólinn á Bakkafirði er einsetinn lítill skóli með 10 - 20 nemendum þar sem mikil áhersla er lögð á að nemendum líði vel og að allir fái nám við sitt hæfi. Á Bakkafirði búa um 100 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar.  Á staðnum er góður leikskóli og verslun auk banka- og póstþjónustu. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni náttúru. Í boði er mjög spennandi starf í metnaðarfullu umhverfi, þar sem starfsaðstaða og aðbúnaður er til fyrirmyndar í alla staði, í mjög barnvænu samfélagi.

 

Upplýsingar gefa María Guðmundsdóttir, skólastjóri í símum 473 1618 og 847 6742, maria@langanesbyggd.is, og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, í símum 468 1220 og 895 1448, bjorn@langanesbyggd.is.