Fara í efni

Lágt verð á grásleppu áfall

Tónleikar
6. mars 2007Grásleppusjómenn við Langanes, segja að afurðaverð fyrir þessa vertíð sé gríðarlegt áfall. Þeir segja tilboðin sem berast ekki í samræmi við aðstæður á markaði, auk þess sem nauðsynlegt sé

6. mars 2007
Grásleppusjómenn við Langanes, segja að afurðaverð fyrir þessa vertíð sé gríðarlegt áfall. Þeir segja tilboðin sem berast ekki í samræmi við aðstæður á markaði, auk þess sem nauðsynlegt sé að kanna hvort kaupendur hafi ólöglegt samráð um verð.

Árið 2007 varð aflabrestur í grásleppu við Grænland og Kanada, þar sem stór hluti aflans er veiddur. Þá eru grásleppubirgðir í heiminum nú minni en oft áður. Vegna þessa og annarra aðstæðna á markaði, gerðu margir íslenskir grásleppusjómenn ráð fyrir góðu verði fyrir þessa vertíð, sú varð hins vegar ekki raunin.

Oddur Jóhannsson grásleppusjómaður, sem gerir út frá Bakkafirði, segir það mikið áfall hversu lág tilboðin berist.

http://www.ruv.is/