Fara í efni

Kátt á Bakkafirði

Tónleikar
Það var kátt á Bakkafirði í gær þegar fréttaritari vefsins kom þar við. Tveir vasklegir menn voru að leggja út þrautabrautina sem börn og fullorðnir munu skemmta sér í á sunnudaginn, Kátudagafánum fjöÞað var kátt á Bakkafirði í gær þegar fréttaritari vefsins kom þar við. Tveir vasklegir menn voru að leggja út þrautabrautina sem börn og fullorðnir munu skemmta sér í á sunnudaginn, Kátudagafánum fjölgaði á flaggstöngum, í versluninni Mónakó var helgin undirbúin en þar var traffíkin þegar byrjuð, lóðin í bændagöngu Langanesvíkingsins voru mætt á staðinn og verið var að undirbúa Bakkasand fyrir keppnina og fjölda gesta. Sömuleiðis eru tjaldstæðin tilbúin að taka á móti fjölda fólks en þar er gott að tjalda og það kostar ekkert.
Í öðru hvoru húsi var verið að undirbúa kjötsúpugerð því Bakkfirðingar ætla að gefa fólki kjötsúpu á tjaldsvæðinu kl. 16:00 á sunnudaginn. Lagt er upp með að sjóða ekki minna en 70 lítra. Það verður því ekki í kot vísað að heimsækja Bakkafjörð á sunnudaginn fremur en endranær.

Í húsinu fremst á myndinni verður eflaust soðin kjötsúpa eins og á mörgum heimilum á Bakkafirði.