Fara í efni

Kátir dagar tókust vel

Tónleikar
Kátir dagar í Langanesbyggð og nágrenni tókust vel og góð þátttaka var í fjölbreyttri dagskrá sem heimafólk og gestir settu upp. Þrátt fyrir að veðurspáin væri ekki góð var margt fólk á svæðinu og góð

Kátir dagar í Langanesbyggð og nágrenni tókust vel og góð þátttaka var í fjölbreyttri dagskrá sem heimafólk og gestir settu upp. Þrátt fyrir að veðurspáin væri ekki góð var margt fólk á svæðinu og góð aðsókn á viðburði hátíðarinnar, enda rættist úr veðrinu eins og ævinlega. Fremur kalt var þó á laugardaginn þegar hátíðarhöldin voru úti en þau tókust prýðilega þrátt fyrir það.
Margt var um að vera á Bakkafirði á sunnudaginn enda flykktist þangað fjöldi fólks í góðu veðri. Langanesvíkingurinn var haldinn á Bakkasandi í umsjá Aflraunafélags Akureyrar og var mikil stemming á sandinum. Fjórar konur og fimm karlar kepptu í hinum ýmsu aflraunum og hlutskörpust urðu þau Hlíf Ásgeirsdóttir og Piotr Tarasiewicz. Myndin hér til hliðar er af Baldri Öxdal sigri hrósandi, búinn að koma öllum fjórum tunnunum í karið.
Allir sem tóku þátt í að gera hátíðina að veruleika fá bestu þakkir fyrir sitt framlag og gestir okkar fá sérstakar þakkir fyrir komuna.