Fara í efni

Hvað þurfa börn og unglingar mikinn svefn ?

Tónleikar
Því miður ber alltaf eitthvað á því að nemendur komi þreyttir og syfjaðir í skólann á morgnana. Syfja og þreyta getur meðal annars leitt til einbeitingaskorts, minni námsárangurs, þreytu og pirrings.

Því miður ber alltaf eitthvað á því að nemendur komi þreyttir og syfjaðir í skólann á morgnana. Syfja og þreyta getur meðal annars leitt til einbeitingaskorts, minni námsárangurs, þreytu og pirrings. Það er því mikilsvert að foreldrar hugi að því að börn þeirra fái næga hvíld.

  • 5-8 ára börn þurfa 10-12 klst. svefn
  • 9-12 ára börn þurfa 10-11 klst. svefn
  • 13-15 ára unglingar þurfa 9-10 klst í svefn.

Gott er að temja sér reglusemi á svefni og hvíldartímum.

Æskilegt er að farið sé að sofa og á fætur á svipuðum tíma og að ekki séu mikil frávik frá þessum tíma um helgar og í fríum.

Seta við sjónvarp og tölvuskjái fram að  svefntíma getur leitt til þess að erfitt verði að festa svefn, en birtan og geislar frá skjánum eru örvandi og draga úr getunni til að sofna.

Foreldrar þurfa sérstaklega að huga að því að börn sem hafa sjónvarp eða tölvu í herbergjum fari að sofa á tilsettum tíma.

Heppileg iðja fyrir svefn er lestur, hreyfing, heitt bað  og slökun.

                                   Emma Tryggvadóttir