Fara í efni

Heilsugæslustöðinni á Vopnafirði færð vegleg gjöf.

Tónleikar
14.06.2007Heilsugæslustöðinni á Vopnafirði og Bakkafirði hefur verið færður að gjöf stafrænn framköllunarbúnaður fyrir röntgenmyndatökur. Búnaðurinn kostar um fjórar milljónir króna og er gjöf frá HB

14.06.2007
Heilsugæslustöðinni á Vopnafirði og Bakkafirði hefur verið færður að gjöf stafrænn framköllunarbúnaður fyrir röntgenmyndatökur.

Búnaðurinn kostar um fjórar milljónir króna og er gjöf frá HB Granda, Bílum og vélum, Mælifelli, Kiwanisklúbbnum á Vopnafirði og Helgu Jónsdóttur. Baldur Friðriksson læknir á Vopnafirði segir búnaðinn koma til með að auðvelda greiningu enda sé hægt að senda myndirnar stafrænt t.d. á FSA og fá sérfræðiálit á skömmum tíma. Þessi búnaður hentaði einkar vel á stað eins og Vopnafirði en það getur tekið um eina og hálfa klukkustund að koma sjúkling á spítala svo getur vetrareinangrun sett strik í reikninginn.