Fara í efni

Grásleppuvertíðin gæðir þorpið lífi

Tónleikar
26.mars 2009Grásleppan er eini fiskurinn sem kvótakerfið nær ekki til svo nú sjáum við hvernig allt væri umhorfs í sjávarbyggðum landsins ef það kerfi hefði ekki komið til," segir Oddur V. Jóhannsson

ÞArna eru tveir kallar,  Dráttarkallinn og Kallinn26.mars 2009
Grásleppan er eini fiskurinn sem kvótakerfið nær ekki til svo nú sjáum við hvernig allt væri umhorfs í sjávarbyggðum landsins ef það kerfi hefði ekki komið til," segir Oddur V. Jóhannsson grásleppusjómaður búsettur á Vopnafirði en gerir út frá Bakkafirði.

Hann segir að iðandi mannlíf sé á báðum þessum stöðum þessa dagana þar sem grásleppuvertíðin sé gengin í garð. Við byrjuðum 10. mars og erum að detta í fjögur tonn," segir Oddur en hann er í áhöfn á Ás NS sem er aflahæsti báturinn þar norðvestra.

Það slær ekki á kæti hans að gott verð fæst fyrir hrognin. Við fengum 650 evrur á tunnuna í fyrra og það er eitthvað aðeins hærra núna. Við erum að hagnast á því að Kanadamenn hafa til allrar hamingju verið að slá slöku við en þeir settu hátt í 30 þúsund tunnur á markað fyrir nokkrum árum og þá fékkst nú ekki mikið fyrir hana. Nú eru þeir með um tvö þúsund tunnur."
Oddur segir að tólf bátar rói á grásleppumið frá Bakkafirði og álíka margir frá Vopnafirði og því sé grásleppuvertíðin veruleg búbót fyrir fjölmargar fjölskyldur.

- jse
Fréttablaðið

.