Fara í efni

Grásleppuleyfum fjölgar á nýjan leik

Tónleikar
Kippur virðist hafa komið í útgáfu grásleppuleyfa í ár. Alls hafa verið gefin út 199 leyfi en í fyrra voru þau aðeins 144 og 2006 163. Gera má ráð fyrir að fjölgun veiðileyfa stafi af verðhækkun sem o

Kippur virðist hafa komið í útgáfu grásleppuleyfa í ár. Alls hafa verið gefin út 199 leyfi en í fyrra voru þau aðeins 144 og 2006 163. Gera má ráð fyrir að fjölgun veiðileyfa stafi af verðhækkun sem orðið hefur, milli ára.


Eins og fram hefur komið eru flest leyfin gefin út til veiða á svæði E sem afmarkast af Skagatá og Fonti á Langanesi, alls 80. 60 bátar eru nú búnir með tímann. Á öðrum svæðum er svipaða sögu að segja, meirihluti bátanna hafa klárað þá 50 daga sem leyfið gildir.


Undantekning á þessu er svæði B í innanverðum Breiðafirði. Þar hófu flestir veiðar 20. maí sl. og mega því vera að til 9. júlí.

www.smabatar.is