Fara í efni

22. fundur byggðarráðs

30.04.2020 12:00

22. fundur, byggðarráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 30. apríl 2020. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður óskaði eftir að fá að bæta nýjum lið á dagskrá, fundargerð 8. fundar stjórnar AÞ, dags. 29. apríl 2020, sem yrði 17. liður dagskrár. Samþykkt.

Formaður setti fund og stjórnaði.

 

Fundargerð

 

1.            Ársreikningar 2019

Sigurjón Örn Arnarson löggiltur endurskoðandi KPMG fór yfir ársreikning sveitarfélagsins 2019.

Bókun um afgreiðslu: Ársreikningur Langanesbyggðar vegna 2019 er tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt.

2.            Fundargerð um verkefni að Skólagötu 5, dags. 27. mars 2020

Fundargerðin lögð fram.

3.            Fundagerðir 10. og 11. fundar verkefnisstjórnar Brothættar byggðir, dags. 25. mars og 15. apríl 2020

Fundagerðirnar lagðar fram.

4.            Langanesvegur 2, stöðufundur 1 og 2, dags. 20. og 27. apríl

Fundagerðirnar lagðar fram.

Byggðaráð samþykkir að óska eftir nánari áætlun um kostnað við framkvæmdir og viðhald hússins fyrir næsta fund.

5.            Fundargerðir Þróunarfélags Finnafjarðar (FFPD) ehf. dags. 10. febrúar og 9. mars 2020

Liður 3, Fundargerð 10. febr. Fjárhagsáætlun FFPD 2020

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir áætlunina fyrri sitt leyti og framlag kr. 40.000 sem er í samræmi við eignahlutdeild hlutdeild Langanesbyggðar.

Samþykkt.

Fundagerðirnar lagðar fram.

6.            Bryggjudagar 2020, umsókn um styrk

Lagt fram erindi frá Bryggjudaganefnd vegna Bryggjudaga 16. – 19. júlí nk. Gert er ráð framlagi til verkefnisins kr. 500.000 skv. fjárhagsáætlun 2020.

7.            Málefni Rauðakross búðarinnar

Erindi frá fatabúð Rauða krossins á Þórshöfn lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að leigja Rauðakrossbúðin húsnæðið að Glaðheimum, frá og með 1. júní nk. að því gefnu að Hjúkrunar- dvalarheimilið Naust þurfi ekki á húsnæðinu að halda.

Samþykkt.

8.            Erindi frá Guðmundi Vilhjálmssyni vegna grafreits á Skálum

Lagt fram erindi frá Guðmundi Vilhjálmssyni, f.h. Garðvíkur ehf., dags. 15. apríl 2020. Farið er fram á kr. 500.000 framlag vegna girðingar við grafreit á Skálum á Langanesi.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð sér sér ekki fært við að verða erindinu enda ekki á fjárhagsáætlun þessa árs.

Samþykkt.

9.            Samráð lítilla sveitarfélaga

Lagður fram tölvupóstur frá Þresti Friðfinnssyni sveitarstjóra Grýtubakkahrepps, dags. 22. apríl 2020 og bréf hans til formanns og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga sama dags.

10.          Vaðlaheiðagöng – kynning fyrir hluthafa

Kynningarefni frá aðalfundi Greiðrar leiðar ehf. frá 17. mars sl. lagt fram um rekstur Vaðlaheiðaganga.

11.          Vindmyllugarðar í Langanesbyggð

Siggeir Stefánsson lagði fram svohljóðandi bókun: U-listinn gagnrýnir vinnubrögð vegna vinnu við mögulega vindmyllugarða í Langanesbyggð. U-listinn vill benda á að framgangur við verkefnið hefur ekki verið tekið fyrir formlega í sveitarstjórn.

12.          Kynningarfundur um Finnafjörð með sveitarstjórnum Vopnafjarðarhrepps og Langanesbyggðar

Lagt til að sameiginlegur kynningarfundur sveitarstjórna í Vopnafjarðarhreppi og Langanesbyggð um málefni Finnafjarðar verði haldinn í byrjun júní nk. á Bakkafirði.

Samþykkt.

13.          Framkvæmdir í sumar – yfirlit

Lagt fram yfirlit um helstu framkvæmdir í sumar, ásamt frumkostnaðarmati og upplýsingum úr fjárhagsáætlun. Einnig lagt fram yfirlit með kostnaðaráætlun um göngustíg meðfram suðurhafnargarði Þórshafnar.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að setja í viðauka fyrir næsta fund sveitarstjórnar framkvæmdaliði undir tölulið 3 í framlagðri áætlun, samtals fyrir 13,5 m.kr. Sveitarstjóra og forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar falið að leggja fram nánari greiningu á einstökum liðum, mikilvægi og kostnaði fyrir næsta fund byggðaráðs.

Samþykkt.

14.          Lekamál í leik- og grunnskólum

Minnisblað frá verkfræðistofunni Eflu, dags. 28. apríl sl., um þakleka í nýja leikskólanum á Þórshöfn lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð lítur þetta mál mjög alvarlegum augum og felur sveitarstjóra að vinna að málinu frekar og upplýsa byggðaráð og sveitarstjórn um framvindu þess.

Samþykkt.

15.          Eyðing minka og refa 2020

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að verðlaun fyrir vetrarveiði verði kr. 8.000. Enn fremur ákveðið að fela sveitarstjóra að gera tillögu að samþykktum um minkaveiði.

Samþykkt.

16.          Aðgerðir og viðbrögð vegna Covid-19 smithættu

Lagt fram: Minnisblað sveitarstjóra og tillögur um Covid-19 aðgerðir og stöðu, stöðumat atvinnulífs á Norðurlandi eystra, vinnuskjal dags. 22. apríl 2020, tillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga um almennar aðgerðir,  erindi frá Þekkingarneti Þingeyinga, dags. 26. apríl 2020 og samantekt frá Atvinnuleysistryggingarsjóði um sumarstöf fyrir námsmenn.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykktir tillögu leikskólastjóra, undir lið 3 í minnisblaði sveitarstjóra um niðurfellingu leikskólagjalda vegna Covid-19 smithættu. Sveitarstjóra er enn fremur falið að taka saman áfallinn kostnað sveitarfélagsins vegna Covid-19 og upplýsa byggðaráð þegar takmörkunum og aðgerðum lýkur.

Samþykkt.

17.          Fundargerð 8. fundar stjórnar AÞ dags. 29. apríl 2020

Fundargerð 8. fundar stjórnar AÞ dags. 29. apríl 2020 lögð fram. Liður 2 ræddur,  ráðstöfun eigna félagsins ræddur.

 

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:07.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?