Fara í efni

12. fundur byggðarráðs

24.10.2019 12:00

12. fundur byggðarráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 24. október 2019. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Elías Pétursson sveitarstjóri og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð. Svo var ekki. Að því búnu var gengið til dagskrár.

 

Fundargerð

 

1.         Fundargerð verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar, dags. 8. október 2019

Fundargerðin lögð fram.

2.         Fundargerð verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar, dags. 16. október 2019

Fundargerðin lögð fram, ásamt drögum að aðgerðaráætlun „Betri Bakkafjörður.“

3.         Fundargerð 8. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 23. október 2019

i)          Liður 6, Samstarfssamningur við Norðurhjara

Byggðaráð staðfestir samþykkt nefndarinnar og felur sveitarstjóra að finna kostnaði stað í fjárhagsáætlun 2020.

Samþykkt.

Fundargerðin staðfest.

4.         Fundargerð 9. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 23. október 2019

i)          Liður 2, Framkvæmd umbótaáætlunar

Byggðaráð staðfestir samþykkt nefndarinnar.

ii)         Liður 4, Frístundastyrkur – möguleikar vegna tónlistarnáms

Byggðaráð staðfestir samþykkt nefndarinnar og felur sveitarstjóra að gera breytingar á reglunum til samræmis við þessa tillögu og leggja fyrir næsta fund byggðaráðs. Breyting skal taka gildi um næstu áramót.

iii)        Liður 5, Félagsstarf ungmenna – umsókn um húsnæði fyrir félagsaðstöðu

Byggðaráð staðfestir bókun nefndarinnar.

Fundargerðin staðfest.

5.         Fundargerð 5. fundar hafnarnendar, dags. 7. október 2019

Fundargerðin staðfest.

6.         Fundargerð 10. Fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 22. október 2019

Fundargerðin staðfest.

7.         Átta mánaða rekstraruppgjör

Lögð fram uppgjör á rekstri málaflokka, rekstraruppgjör A-hluta sveitarsjóðs og launakostnaðaryfirlit A og B hluta og rekstrarreikningur fyrir fyrstu átta mánuði ársins.

8.         Fjárhagsáætlunargerð 2020 – tillaga að forsendum

Fram er lögð tillaga að grunnforsendum fjárhagsáætlunar 2020 og 2021 til 2023 ásamt rekstrarreikningi byggðum á framlögðum forsendum. Sveitarstjóri fór yfir verklag og annað sem tengt er yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun.

Byggðaráð samþykkir framlagðar forsendur.

9.         Fjarðarvegur 3, viðhaldsmál

Samantekt um viðgerðir á þaki að Fjarðarvegi 3 í sept. 2019, lögð fram.

10.       Umsögn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga

Ósk um umsögn frá sýslumanni, dags. 9. október 2019, vegna umsóknar um rekstrarleyfi til veitingu veitinga frá Þorkeli Gíslasyni vegan veitingastaðar að Hafnartanga 5 Bakkafirði lögð fram.

Byggðaráð samþykkir framlagða umsókn fyrir sitt leyti.

11.       Menningarmiðstöð Þingeyinga, bréf vegna uppgjörsmála, dags. 9. okt. 2019

Stjórnarformaður og forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga (MMÞ) óska eftir því að stofnunin fái að halda eftir of greiddu framlagi sveitarfélaganna vegna 2019. Enn fremur að sú upphæð verði grunnur að því sem framtíðarframlög byggja á.

Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leiti að MMÞ haldi því sem ofgreitt var fyrir árið 2019, en hafnar því að umrædd ofgreiðsla verði grunnur að framtíðar framlögum sveitarfélagsins.

12.       Tré lífsins, dags. 20. september 2019

Erindi frá stofnanda samtakanna Tré lífsins lagt fram. Byggðaráð vísar málinu til skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar.

13.       Fórnarlömb umferðaslysa

Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 27. ágúst 2019, lagt fram.

14.       Fræ ehf. – Minnisblað um stjórnarskipti

Minnisblað frá KPMG dags. 30. september 2019 um stjórnarskipti í Fræ ehf. lagt fram.

Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna að skiptum á stjórnarmönnum í samræmi við framlagt minnisblað. Einnig samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að byggðaráð hvers tíma skuli skipa stjórn Fræs.

15.       Orkusjóður umsóknir

Lagðar fram umsóknir um styrki vegna varmadæluvæðingar, Hafnartanga 4, Skólagötu 5, leikskóla, íbúða fyrir aldraða Miðholti 10 og Bakkavegi 23, Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust, Lækjarveg 3, Bakkaveg 13 og skrifstofur sveitarfélagsins.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að varmadæluvæðingu.

16.       Innsent erindi Byggðastofnunar – Sértækur byggðakvóti

Bréf frá Byggðastofnun, dags. 23. október 2019 með ósk, á grundvelli 6.gr. reglugerðar 643/2016, um umsögn sveitarfélagsins um tillögu aflamarksnefndar stofnunarinnar. Auk þess voru lagt fram mat Byggðastofnunar á þeim sex umsóknum sem stofnuninni hafa borist.

Siggeir Stefánsson lýsti sig vanhæfan vegna afgreiðslu þessa máls. Samþykkt.

Byggðaráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

 Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:24.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?