Fara í efni

11. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar

23.01.2024 16:00

Fundur í atvinnu- og nýsköpunarnefnd

11. fundur atvinnu- og nýsköpunarnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2 Þórshöfn þriðjudaginn 23. janúar 2024. Fundur var settur kl. 16:00.

Mætt voru: Daníel Hansen, Sigríður Jóhannesdóttir, Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir, Þórir Jónsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Romi mætir á fundinn undir lið 2 um verkefnið „Velkomin til Hafnar“.  Sigríður Friðný Halldórsdóttir verkefnastjóri Kistunnar mætti á fundinn undir lið 6 um Kistuna.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo var ekki og gengið var til dagskrár.

Fundargerð

1. Svar Uppbyggingarsjóðs NE við umsókn um styrk vegna verkefnisins „Skapandi sumarstörf í Langanesbyggð“.
UNE hefur hafnað umsókn um styrk til verkefnisins.

2. Svar Uppbyggingarsjóðs NE við umsókn um styrk vegna verkefnisins „Velkominn til Hafnar“.
UNE hefur samþykkt styrk að upphæð kr. 1.500.000.- til verkefnisins. Romi kemur á fundinn til að gera grein fyrir verkefninu og stöðu þess.

Bókun um afgreiðslu: Atvinnu og nýsköpunarnefnd þakkar stjórn Uppbyggingasjóðs Norðurlands Eystra fyrir að samþykkja styrkinn sem kemur sér vel í uppbyggingu á Bakkafirði.

Samþykkt samhljóða.

3. Minnisblað frá Markaðsstofu Norðurlands um beint alþjóðlegt flug til Norðurlands.
Lagt fram til kynningar.

4. Norðurstrandarleið – Handbók – landfræðilegur upplýsingagrunnur um leiðina.   
     04.1 Samantekt úr handbók
Markaðsstofa Norðurlands hefur tekið saman landfræðilegan upplýsingagrunn (GIS) fyrir Norðurstrandarleið. Handbókin er hugsuð sem tæki til skipulagningar umbóta á eða við uppbyggingu innviða á Norðurstrandarleið.

Langt fram til kynningar

5. Styrkumsókn frá „Bakkafest 2024“.

Bakkafest er hátíð sem hefur verið haldin undanfarin 2 ár. Þessi hátíð hefur verið vel sótt þegar vel hefur viðrað og er að festa sig í sessi. Langanesbyggð hefur styrkt verkefnið á hverju ári með því framlagi sem óskað hefur verið eftir.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti að veita styrk að upphæð kr. 500 þúsund til Bakkafest með fyrirvara um samþykki byggðaráðs/sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

6. Drög að rekstrarsamningi á milli Langanesbyggðar og Þekkingarnets Þingeyinga um rekstur á „Kistunni“.
Lög fram drög að rekstrarsamningi á milli Langanesbyggðar og Þekkingarnets Þingeyinga um Kistuna. Sigríður Friðný mætir á fundinn til að svara spurningum.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

7. Önnur mál
     a. Námskeið fyrir þá sem vilja stofna lítil fyrirtæki eða hafa nýlega gert.

Bókun um afgreiðslu: Sigríði og Romi falið að fylgja málinu eftir við SSNE og að þetta geti orðið að veruleika sem fyrst.

Samþykkt samhljóða.

     b. Báran, rekstur. Sveitarstjóri gerir grein fyrir málinu.
     c. „Þjóðgarður á Langanesi“. Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin skorar á sveitarstjórn að vinna markvisst að málinu áfram.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:28

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?