Fara í efni

Málefni fatlaðra

Félagsþjónusta Norðurþings fer með málefni fatlaðra fyrir hönd Langanesbyggðar.

Húsavíkurbær tók yfir málefni fatlaðra af ríkinu þann 1. janúar 1997. Sá samningur fluttist yfir til Héraðsnefndar Þingeyinga 1. janúar 1998 og er þjónustan nú veitt af Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga. Markmið með þjónustunni er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til að lifa eðlilegu lífi. Þjónustan er veitt samkvæmt lögum um málefni fatlaðra.

Þjónustan sem stendur til boða er almenn ráðgjöf auk sérhæfðrar ráðgjafar við fatlaða, fjölskyldur þeirra og stofnana sem koma að fötluðum. Ráðgjöfin fer fram í formi viðtala, fræðslu og greiningar. Umsóknir um umönnunarbætur og stuðningsfjölskyldur eru afgreiddar hjá starfsfólki auk umsókna um liðveislu, frekari liðveislu, ferliþjónustu, sambýli fatlaðra, atvinnu o.þ.h. Deildarstjóri málefna fatlaðra er Sigurborg Örvardóttir Möller. Auk hennar sinnir sálfræðingurinn Ingibjörg Sigurjónsdóttir greiningum.

Á Húsavík eru reknar þrjár þjónustueiningar fyrir fatlaða á vegum Félagsþjónustu Norðurþings, allar staðsettar á Húsavík. Pálsgarður er heimili fullorðinna einstaklinga með fatlanir, forstöðumaður þar er Anna María Þórðardóttir. Sólbrekka er fyrst og fremst þjálfunarheimili fyrir fatlaða einstaklingar sem eru að undirbúa sig fyrir sjálfstæða búsetu en Dögg Stefánsdóttirveitir heimilinu forstöðu. Þriðja þjónustueiningin er Miðjan, þar er annars vegar rekið frístundaver á sumrin fyrir fötluð börn og hinsvegar dagvistun/hæfing fyrir fullorðna fatlaða einstaklinga. Forstöðumaður Miðjunnar er Aníta Stefánsdóttir.

Nánari upplýsingar um málefni fatlaðra má finna á heimasíðu Norðurþings.

Eyðublöð:

Uppfært10. apríl 2013
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?