Fara í efni

Félagslegt leiguhúsnæði

Félagsþjónsta Norðurþings sér um málefni félagslegs leiguhúsnæðis fyrir hönd Langanesbyggðar.

Flest sveitarfélög á þjónustsvæði Félagsþjónustu Norðurþings eiga leiguíbúðir sem ætlaðar eru þeim sem ekki eiga eigið húsnæði og hafa ekki tök á að leigja á almennum markaði. Þeir sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður eiga kost á að sækja um félagslega leiguíbúð hjá Félagsþjónustu Norðurþings og þarf að mæta í viðtal til félagsráðgjafa/ráðgjafa. Umsóknir eru metnar með tilliti til félagslegra aðstæðna og forgangsraðað út frá félagslegum aðstæðum. Þannig eiga fjölskyldur forgang sem búa t.d. við fötlun, krónísk veikindi, lágar tekjur, fjölskyldugerð með einstæðu foreldri og barnmargar fjölskyldur.

Öryrkjabandalag Íslands á jafnrframt eina íbúð á Húsavík sem sérstaklega er ætluð öryrkjum til leigu. Húsaleigubætur eru greiddar út af viðkomandi sveitarfélögum og hægt að nálgast eyðublöð á skrifstofum sveitarfélaganna.

Umsóknareyðublað um félagslegt leiguhúsnæði

Uppfært10. apríl 2013
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?