Í dag verður gengið frá upplýsingaskiltunum sem staðsett eru við endann á suðurgarðinum. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir sem hefur séð um upplýsingaöflun og hönnun skiltanna mun verða stödd við skiltin kl 16:00 í dag til að kynna verkefni. Áhugasamir eru hvattir til að mæta og fá kynningu á skiltunum.