Fara í efni

18. fundur HSAM hópsins

06.02.2024 15:00

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð

Fundargerð 18. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð (HSAM-Lnb), haldinn 6. febrúar 2024 að Langanesvegi 2. Fundurinn hófst kl. 15:03 á að fundargerð 17. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð voru lesin.

Mættir voru: Hulda Kristín Baldursdóttir, Bergrún Guðmundsdóttir, Ragnar Skúlason og Sigurbjörn V. Friðgeirsson.

Dagskrá

1. Stefna og áherslur verkefnisins á árinu 2023 og 2024
Á árinu sem leið stóð hópurinn fyrir Heilsueflandi félagsstarfi fyrir eldri borgara og aðra 2x í viku yfir vetrartímann. Tímarnir eru undir handleiðslu þjálfara og hópurinn sem sækir þá hefur í ár farið stækkandi frá því sem var í fyrra. Annarsvegar er um að ræða tíma í íþróttamiðstöð þar sem lögð er áhersla á göngu- og styrktarþjálfun og hinsvegar þjálfun í vatnsleikfimi. Nýlega hefur sjónum verið í auknum mæli beint að því hvernig megi nýta þreksal íþróttamiðstöðvar meira fyrir þennan hóp og stefnan sett á að í sumar verði boðið upp á tíma þar 1x í viku. Fram að því getur þessi hópur mætt í þreksal með þjálfara í 30 mínútur fyrir aðra reglubundna tíma og þannig undirbúið jarðveginn fyrir frekara starf á þessa leið.

Samstarfsverkefni HSAM og leikskólans Barnabóls um hreyfiþroskaþjálfun fyrir börn á leikskólaaldri hefur gengið vel, nú sem áður, og mun áfram vera í boði á meðan eftispurnin er til staðar.

Síðasta vor stóð HSAM hópurinn fyrir fjölskyldustund í samstarfi við íþróttamiðstöðina sem lukkaðist með eindæmum vel og hefur verið kallað eftir að verði reglulegur viðburður.

Að mati stýrihópsins eru þessi atriði öll eitthvað til að byggja á til framtíðar. Lagt er til að á þessu tímabili verði horft sérstaklega til fjölskyldunnar og hvað megi gera til að styðja/styrkja þær með verkfærum heilsueflingar og sjónarmið lýðheilsu að leiðarljósi. Að sama skapi væri vert að horfa sérstaklega til eflingar eldri barna með það til hliðsjónar að reglulegust áhersla hefur hingað til helst verið á yngsta og elsta aldurshópinn í samfélaginu.

2. Fjárveiting sveitarstjórnar
Sveitarstjórn veitti HSAM-Lnb á dögunum 1,5 milljón til að vinna að heilsueflingu í sveitarfélaginu og því ber að fagna. Fulltrúar stýrihópsins og starfsmaður munu sín á milli vinna frekari mögulegar útfærslur á nýtingu þessa fjármagns fram að næsta fundi.

3. Umsókn í Lýðheilsusjóð
Lýðheilsusjóður er sjóður á vegum embættis landlæknis sem opnar fyrir umsóknir í október ár hvert. Hlutverk hans er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Styrkir eru veittir til verkefna og afmarkaðra hagnýtra rannsókna. Fjölmörg fordæmi eru um styrkveitingar til verkefna á vegum annarra HSAM-stýrihópa. Sigurbirni falið að koma með frekari tillögu að umsókn í sjóðinn fyrir næstu úthlutun.

4. Fjölskyldustund í íþróttamiðstöð 14. mars
Vilji er til að endurtaka leikinn frá í fyrra vor og bjóða íbúum í Langanesbyggð til heilsueflandi fjölskyldustundar í íþróttamiðstöðinni þann 14. mars n.k. og stefna að því í framhaldinu að slíkt verði reglulegur viðburður annan hvern mánuð yfir vetrartímann, í það minnsta. Nánara fyrirkomulag verður auglýst síðar á miðlum HSAM, Íþróttamiðstöðvar og Langanesbyggðar.

5. Heilsueflandi framkvæmdir í Langanesbyggð - Stígagerð

Rætt var um framkvæmdir sem styðja við heilsueflingu og útiveru íbúa í Langanesbyggð og þá helst stígagerð og kortlagningu slóða í sveitarfélaginu.

Stýrihópurinn hefur áður tekið málefnið fyrir og ýmsar hugmyndir komið fram í því sambandi. Ákveðið var safna þeim öllum saman og sjá hverjar henti best til nánari útfærslu á þessum tímapunkti. Í framhaldinu væri ákjósanlegt að eiga samtal við þá sem um málin hafa að segja líkt og forstöðumann þjónustumiðstöðvar, umhverfis- og skipulagsnefnd og fleiri.

6. Fjallgönguverkefni sumarið 2024
Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að HSAM-Lnb útfæri í sumar fjallgönguverkefni í ætt við það sem stýrihópurinn í Bláskógabyggð hefur staðið fyrir.

https://www.dfs.is/2019/07/09/fella-og-fjallgonguverkefnid-sveitin-min-i-blaskogabyggd/

Stýrihópnum þykir hugmyndin góð og mun leggja höfuðið í bleyti fram að næsta fundi hvað nánari útfærslu og val á gönguleiðum varðar.

7. Önnur mál
Engin önnur mál

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 15:56

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?