Fara í efni

Viðarfjall

Gengið er á Viðarfjall frá Litla-Viðarvatni við þjóðveg 85. Gengið er eftir slóða sem liggur upp fjallið og er gangan nokkuð auðveld. Af Viðarfjalli er gott útsýni yfir Þistilfjörð, Langanes og Melrakkasléttu. Þegar komið er upp að fjarskiptamastrinu á fjallinu er upplagt að ganga út á Geirlaugu, sem er núpurinn norðan í fjallinu. Það er hæsti punktur fjallsins, 369 m yfir sjávarmáli.

Fallegt útsýni af Geirlaugu sem sést á myndinni hér fyrir neðan. Mynd frá Elfu Benediktsdóttur.