Fara í efni

Vanda - vinnuvettlingar

Vanda ehf er stofnað í febrúar 2010 í tengslum við kaup á vélum og búnaði til framleiðslu á vinnuvettlingum.
Vettlingarnir eru prjónaðir úr sérblönduðu garni frá Ístex eða 30% ull og 70% nylon. Þeir eru því hlýir ásamt því að vera slitsterkir.
Á fystu 4 árunum hefur framleiðslan aukist gríðarlega og í stað þess að framleiða 1500 pör líkt og fyrsta árið er framleiðslan orðin 6000 pör á ári.
Sumarið 2014 bættist svo önnur vörulína við sem eru svartir fingravettlingar úr sama efniviðnum, 30% ull og 70% nylon. Vettlingana er hægt að kaupa í ENN 1 Skálanum á Þórshöfn og fleiri stöðum.

Vanda leggur sig mikið fram við hraða og örugga þjónustu við sína viðskiptivini. Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á vanda@vanda.is eða hringja í síma 862-3255. 

https://www.vanda.is/

Vanda ehf
Fjarðarvegur 9
680 Þórshöfn