Fara í efni

Sælusápur

 Fyrirtækið Sillukot ehf - handunnar íslenskar heimilisvörur var stofnað árið 2019 af Sigríði Jóhannesdóttur og Júlíusi Sigurbjartssyni. Þá festu  þau kaup á fyritækinu Sælusápum sem áður var á Lóni 2 í Kelduhverfi. 

Sigríður og Júlíus eru auk þess að reka sápu- og kertagerð, sauðfjárbændur á Gunnarsstöðum í Þistilfirði.
Sælusápurnar eru framleiddar úr náttúrulegum hráefnum og lögð er áhersla á að nota íslenskt hráefni s.s. tólg og villtar jurtir. Kertin sem framleidd eru í Sillukoti eru gerð úr tólg og sojavaxi. Þau fást í ýmsum stærðum og gerðum, með eða án ilmefna. Einnig eru til sölu varasalvar sem gerðir eru úr gæða olíum og býflugnavaxi. 
Sillukot framleiðir Sælusápur og Ilmkerti í nýuppgerðri vinnustofu á Gunnarsstöðum í Þistilfirði sem er um 12 km frá Þórshöfn. Einnig er rekið lítið Galleríi í Sillukoti sem er opið alla daga 10-22. Stundum skreppum við frá en þá er bara hægt að hringja og við komum um hæl. Í Galleríinu má finna handgerðar Sælusápur, handgerð kerti, varasalva ásamt handverki frá Bjartur design og hönnun frá Berg – íslensk hönnun.

Verið hjartanlega velkomin.

 Frekari upplýsingar og sölustaði er hægt að finna hér http://www.saelusapur.is/