Fara í efni

Fontur

Fontur er ysti oddi Langaness og er þar 50-70 m hátt sjávarbjarg. Þar var byggður stólpaviti fyrst árið 1910 og svo járngrindarviti 1914 með sama ljósabúnaði. Steinsteyptur viti, 9,5 m hár, leysti hann svo af hólmi árið 1950 og stendur enn. Frá árinu 1994 hefur sjálfvirk veðurathugunarstöð tengst vitanum.
Það er einstök upplifun að keyra út á Font og líkt og komið sé á enda veraldar. Athugið að vegurinn er ekki fyrir litla bíla.