Fara í efni

Engelskagjá

Gjáin er í sjávarbjarginu við Font á Langanesi. Mannskæð sjóslys hafa orðið við Font í gegnum tíðina en Engelskagjá dregur nafn sitt af einu slíku. 12 manna áhöfn af ensku skipi er sögð hafa strandað við bjargið snemma á 18.öld og náð svo að klifra upp gjána. Skipstjórinn lifði einn af en hinir mennirnir eru sagðir hafa örmagnast og látið lífið. Stór hvítur kross sem hefur verið endurnýjaður í gegnum tíðina stendur enn til minningar um mennina í dag. Krossinn er á milli Skoruvíkur og Skála þar sem líkin eru talin grafin og á honum stendur Hér hvíla 11 enskir menn.