Langanesiđ

Langanes teygist nćstum 40 km út í hafiđ til norđausturs Ţađ er allbreitt syđst en mjókkar mjög norđan til og endar í mjóum bjargtanga er nefnist Fontur.

Langanesiđ

Langanes teygist næstum 40 km út í hafið til norðausturs


Það er allbreitt syðst en mjókkar mjög norðan til og endar í mjóum bjargtanga er nefnist Fontur. Framnes er sá hluti Langaness kallaður, sem er sunnan Þórshafnar, miðnes út að Eiðisskarði en utan þess útnes. Öll býli á útnesinu eru nú komin í eyði.

Á nesinu skiptast á mýrar, holt og melar. Allgrösugt er þar víða og sauðlönd góð. Á þeim býlum, sem enn eru í byggð á mið-og framnesinu, er stundaður myndarlegur sauðfjárbúskapur.

Við Langanes hafa verið gjöful fiskimið frá fornu fari og fiskveiðar stundaðar af krafti. Þar er fjölbreytt fuglalíf. Mikil hlunnindi hafa þar löngum verið af reka, æðarvarpi og bjargfuglatekju og dæmi þess að fólk kom áður fyrr úr innsveitum Þistilfjarðar og víðar að til hressingar á vorin vegna skyrbjúgs og annarra vaneldiskvilla. Sjaldgæfar jurtir vaxa á Langanesi svo sem flétta sem kallast klettakróða.

Skálar á Langanesi

Við Langanes hafa verið gjöful fiskimið frá fornu fari og fiskveiðar hafa ávallt verið stundaðar þaðan af krafti þrátt fyrir fáar góðar hafnir. Þórshöfn var besta og öruggasta höfnin. Á austanverðu Langanesi voru áður fyrr stundaðar meiri fiskveiðar en á nesinu norðanverðu. Fiskur gekk þar meira á grunnmið auk þess sem takmarkaðir möguleikar til búskapar voru á þessu svæði. Að norðanverðu er Langanes láglent og er breiðasta undirlendið frá Sauðanesi og út að Heiðarfjalli. Austurhlutinn er miklu hálendari og undirlendi lítið. Útnesið er víða grýtt og hrjóstrugt en að sunnanverðu er það betur gróið. Fjöllin eru úr móbergi að suðaustanverðu en að öðru leyti er nesið úr grágrýti. Láglendið skiptist að mestu í mýrar, grýtta mela, holt og flóa. Um suðvestanvert nesið má þó finna hálsa með lyngi, fjalldrapa og birkikjarri. Mest ber á mýrum en mólendi og valllendi eru aðeins á stöku stað.

Sjaldgæfar jurtir vaxa á Langanesi s.s. flétta sem kallast klettakróða. Stórbrotið fuglalíf er á Langanesi. Undir Skoruvíkurbjargi er klettadrangur sem heitir Stórikarl. Þar er mesta súluvarp á Norðurlandi og einnig verpa þar margar aðrar fuglategundir t.d. langvía, ryta og fýll.

Bæklingur um Skála á Langanesi

Svćđi

468 1220

Langanesbyggđ

Fjarđarvegi 3, 680 Ţórshöfn
Sími: 468 1220 | Bréfssími: 468 1323
Kennitala: 420369-1749-Banki: 179-26-5
Netfang: langanesbyggd (hjá) langanesbyggd.is

Póstlisti

Skráđu netfangiđ ţitt á póstlistann okkar