Ljósmynda og sögugrúsk í Menntasetrinu

Ljósmynda og sögugrúsk í Menntasetrinu Um nokkur skeiđ hefur Menntasetriđ veriđ međ hugann viđ gamlar ljósmyndir frá Ţórshöfn og unniđ ađ verkefni sem

Fréttir

Ljósmynda og sögugrúsk í Menntasetrinu

Um nokkur skeiđ hefur Menntasetriđ veriđ međ hugann viđ gamlar ljósmyndir frá Ţórshöfn og unniđ ađ verkefni sem kallast Söguslóđ á Ţórshöfn. Ţó nokkrum ljósmyndum hefur veriđ safnađ saman ţó ennţá vanti margar myndir. Nú hefur Ferđamálasjóđur Íslands veitt styrk til Langanesbyggđar í samstarfi viđ Ţekkingarnet Ţingeyinga til ađ framkvćmda ţetta verkefni, ţ.e. ađ gera upplýsingareit ţar sem sjá má gamlar myndir af höfninni og horfa yfir hafnarsvćđiđ í dag, og síđan sögugöngu um ţorpiđ međ bćkling sem geymir nokkrar góđar myndir og söguágrip.
Nú leitum viđ ađ áhugasömum einstaklingum til ađ hjálpa okkur ađ koma sögunni til skila. Hugmyndin er ađ mynda smá grúskarahóp sem hittist vikulega fram á voriđ ţar munum viđ skođa gamlar myndir, merkja ţćr og rćđa fram og til baka

Áhugasamir eru beđnir ađ mćta kl. 16.15 fimmtudaginn 14. febrúar í Menntasetriđ
Fastur tími verđur  auglýstur síđar.
Áttu gamlar myndir? Ţeir sem eiga í fórum sínum gamlar ljósmyndir af stađnum, hvort sem er af mannlífinu, húsum, umhverfi ofl. mega gjarnan hafa samband viđ Grétu Bergrúnu greta@hac.is, gsm. 847-4056 allar myndir eru skannađar og skilađ aftur til eiganda, myndirnar eru notađar í verkefni Menntasetursins en ekki dreift eđa lánađar nema ađ fengnu leyfi.


Svćđi

468 1220

Langanesbyggđ

Fjarđarvegi 3, 680 Ţórshöfn
Sími: 468 1220 | Bréfssími: 468 1323
Kennitala: 420369-1749-Banki: 179-26-5
Netfang: langanesbyggd (hjá) langanesbyggd.is

Póstlisti

Skráđu netfangiđ ţitt á póstlistann okkar