Ţórshöfn

Ţórshöfn er lítiđ sjávarţorp á Langanesi. Hjartađ slćr í takt viđ sjávarföllin og mannlífiđ er blómlegt. Gott tjaldsvćđi er í bćnum, gistiheimili,

Ţórshöfn

Þórshöfn er lítið sjávarþorp á Langanesi. Hjartað slær í takt við sjávarföllin og mannlífið er blómlegt. Gott tjaldsvæði er í bænum, gistiheimili, veitingastaður og flest dagleg þjónusta. Íbúar á Þórshöfn hafa lengi verið rétt undir 400 og hefur byggðakjarninn staðið ýmislegt af sér án þess að fólksfækkun hafi verið nokkur að ráði. Í sveitunum í kring er sterkur landbúnaður sem byggir á sauðfjárrækt og má segja að byggðarlagið sé um 600 manns. Þorpið byggir afkomu sína á sjávarútvegi og er Ísfélag Vestamannaeyja aðal atvinnurekandi á staðnum. Það hóf starfssemi á Þórshöfn árið 2007 og hefur mikil uppbygging átt sér stað síðan á þeirra vinnslusvæði. Þá er einnig smábátaútgerð og ein útgerð með bát á netum og snurvoð.

Þorpið byrjaði að byggjast upp um aldamótin 1900 en fór hægt af stað. Það stækkað umtalsvert þegar byggð lagðist af á Skálum á Langanesi en margir íbúanna þaðan reistu sér hús á Þórshöfn, sum úr húsvið frá Skálum sem enn standa. Fyrsta húsið sem byggt var sérstaklega sem íbúðarhús var Jóhannshús árið 1886, síðar nefnd Ingimarshús. Í dag er elsta húsið Sandvík sem stendur við Fjarðarveg 14 en það er byggt árið 1902.

Svćđi

468 1220

Langanesbyggđ

Fjarđarvegi 3, 680 Ţórshöfn
Sími: 468 1220 | Bréfssími: 468 1323
Kennitala: 420369-1749-Banki: 179-26-5
Netfang: langanesbyggd (hjá) langanesbyggd.is

Póstlisti

Skráđu netfangiđ ţitt á póstlistann okkar