Ţórhafnarkirkja

Um prestakalliđ Ţórshafnarprestakall Í Ţórshafnarprestakalli eru tvćr sóknir: Ţórshafnarsókn og Svalbarđssókn. Íbúar Ţórhafnarsóknar voru 411 ţann 1. des.

Ţórshafnarkirkja

Um prestakallið

Þórshafnarprestakall
Í Þórshafnarprestakalli eru tvær sóknir: Þórshafnarsókn og Svalbarðssókn.
Íbúar Þórhafnarsóknar voru 411 þann 1. des. 2004. Mörk sóknarinnar eru hin sömu og mörk Þórshafnarhrepps. Íbúar Svalbarðssóknar voru á sama tíma 116. Mörk sóknarinnar eru hin sömu og mörk Svalbarðshrepps.

Þórshafnarsókn
Sauðanes
Talið er að kirkja hafi staðið á Sauðanesi frá því einhvern tíma á 11. öld en núverandi kirkja var reist árið 1889 af sr. Vigfúsi Sigurðssyni, f. 13. júní 1811, en hann var prestur á Sauðanesi frá 1869 til 1889.
Árið 1887 fór sr. Vigfús að huga að bygginu nýrrar kirkju og er talið að grind kirkjunnar hafi komið frá Noregi. Kirkjan er 9,2 m að lengd og 5,8 m að breidd, auk forkirkju. Kirkjan var reist upp á hæðinni, skammt frá nýja prestsbústaðnum, en fram til þess tíma höfðu kirkjur staðið niður undir kirkjugarðinum
Elstir gripa kirkjunnar eru tveir róðukrossar, taldir úr pápísku, og hanga þeir við altarið. Altaristaflan er frá árinu 1747. Utan á vængjahurð hennar stendur: ,,Offert Kirkju af” á þeirri vinstri og á þeirri hægri: ,,Hans Müle Lüía.” Líklegast er að þessi maður hafi gefið Refstaðakirkju í Vopnafirði þessa altaristöflu en hún keypt til Sauðaneskirkju árið 1819.
Prédikunarstóll Sauðaneskirkju var gefinn árið 1765 af sr. Árna Skaftasyni, f. 26. júní 1693, og var fyrst í kirkju sem við hann var kennd. Á honum stendur málað hvítum stöfum: ,,Þena stól lagde til Sauðanes kirkju Sr Arne Skaptason 1765.” Á stólinn eru málaðar fjórar postulamyndir. Aðrir gamlir munir eru kaleikur, patína og önnur klukka kirkjunnar. Kaleikurinn og patínan eru hvort tveggja smíðað af Indriða Þorsteinssyni, f. 18. júlí 1814, á Víðivöllum í Fnjóskadal, líklegast um eða eftir 1840.
Um árið 1875 var keypt orgel í Sauðaneskirkju.
Ýmsir munir hafa verið gefnir til kirkjunnar. M.a. má nefna grafinn skjöld til minningar um séra Halldór Björnsson, f. 21. júní 1798, sem kom að Sauðanesi árið 1848. Skírnarfontur kirkjunnar er útskorinn, gefinn árið 1953 af Langnesingum í tilefni af 70 ára afmæli sr. Þórðar Oddgeirssonar, f. 1. sept. 1883, prófasts í Sauðanesi.
Þá á kirkjan Guðbrandarbiblíu, sem gefin var til minningar um sr. Jón Halldórsson, prófast, f. 1. nóv. 1849 og konu hans frú Soffíu Daníelsdóttur, f. 2. mars 1858.
Sauðaneskirkja þjónaði sem sóknarkirkja íbúa Sauðanessóknar til 22. ágúst 1999 en þá var vígð ný kirkja á Þórshöfn.
Heimild: Langnesingasaga, fyrra bindi (1998) bls. 121-122

Gamla prestssetrið
Sr. Vigfús Sigurðsson kom prestur í Sauðanes 1869 og var þar til 1889. Hann hófst fljótlega handa við að byggja upp Sauðanesstað. Hann lét teikna íbúðarhús, sem byggt skyldi úr steini. Grjót var höggvið úr grjótnámum í Brekknafjalli og Prestlækjarbotnum og árið 1879 var byrjað að hlaða húsið, sem hann valdi stað uppi á hæðinni svo það mætti sjást vel langt að.
Húsið er 8 metrar að lengd og 6,85 metrar að breidd og veggjaþykkt 75 cm. Húsið er kjallari, ein hæð og vistarverur í risi. Húsið var íbúðarhæft árið 1880 og flutti sr. Vigfús þá í húsið þó byggingu þess lyki ekki fullkomlega fyrr en tíu árum síðar í tíð sr. Arnljóts Ólafssonar.
Húsið var prestssetur fram til ársins 1958 að nýtt prestssetur á Sauðanesi var tekið í notkun. Prestssetur var svo flutt til Þórshafnar árið 1984.
Gamla prestssetrið á Sauðanesi hefur nú fengið veglega umönnun og er staðnum til mikillar prýði. Mun framvegis hýsa safn muna sem tengdir eru mannlífi á Langanesi.
Heimild: Langnesingasaga, fyrrabindi (1998) bls 119-120

Þórshafnarkirkja
Langt er liðið frá því fyrst var farið að huga að byggingu nýrrar kirkju á Þórshöfn. Elzta skráða heimild þar um í fundargerðarbók Sauðanesssóknar er frá 1945 en þá ræddi þáverandi oddviti sóknarnefndar um nauðsyn kirkjubyggingar. Þó umræður hafi án efa haldið áfram er ekki getið um það í fundargerð fyrr en í desember 1962 en þá var kosin sjóðsstjórn kirkjubyggingarsjóðs og fjáröflunarnefnd.
Í febrúar 1987 samþykkti safnaðarfundur að hafinn verði undirbúningur að byggingu nýrrar kirkju á Þórshöfn og fól sóknarnefnd að útvega teikningar til að leggja fram.
Það var þó ekki fyrr en 17. september 1993 að fyrsta skóflustunga var tekin að þeirri kirkju sem nú er risin á Þórshöfn. Kirkjuskip rúmar um 160 manns í sæti. Á jarðhæð er safnaðarheimili og skrifstofa prests.
Uppsteypu kirkjunnar annaðist Jón Beck trésmiður Reyðarfirði og um raflagnir sá Snarvirki ehf Þórshöfn. Frágang innanhúss önnuðust Trésmiðjan Brú í Þistilfirði, Val sf trésmiðja á Húsavík, Norðurvík ehf Húsavík og Eiður Árnason múrarameistari á Húsavík lagði gólfflísar. Málun innanhúss var í höndum Norðurvíkur og nokkurra heimamanna.
Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, vígði Þórshafnarkirkju 22. ágúst 1999.
Þórshafnarkirkja er fagurt hús og í því möguleikar til fjölbreytts safnaðarstarfs. Í kirkjunni er góður hljómburður og hafa nokkrir kórar haldið þar tónleika og látið vel af.
Lokið var við kirkjuna að utan sumarið 2002 og annaðist Eiður Árnason múrarameistari það verk.
Heimild: Land og fólk, 2003, bls. 510-511

Svalbarðssókn
Kirkja hefur verið á Svalbarði um langan aldur. Árið 1318 var lýst eignum sem kirkjan hafði tekið í arf eftir Ara prest, f. um 1250, sem er hinn fyrsti nafngreindi Svalbarðsklerkur.
Kirkjan sem nú stendur á Svalbarði var byggð árið 1848. Það var hinn framkvæmdasami prestur, Vigfús Sigurðsson, f. 13. júní 1811, sem að Svalbarði 1847, er lét byggja kirkjuna. Smiðir við kirkjubygginguna voru Þorsteinn Þorsteinsson frá Grund í Eyjafirði, Gísli Þorsteinsson, Þórarinn Eymundsson og Halldór Halldórsson. Kirkjan var byggð úr timbri og stendur laus á grunni sem hlaðinn hefur verið úr hellugrjóti.
Kirkjan hefur tekið útlitsbreytingum í sambandi við 100 og 150 ára afmæli. Er hún nú að miklu leyti í upphaflegu formi. Kirkjan stendur í kirkjugarðinum. Garðurinn hefur verið sléttaður og stækkaður til norðurs. Um eldri hlutann er steinsteyptur garður en timburgirðing um aukann.
Í kirkjunni eru nokkrir merkir gripir. Altaristaflan mun vera frá fyrri huta 17. aldar. Séra Vigfús fékk hana í Vopnafirði um 1860. Hafði hún þá verið í Hofskirkju í um 200 ár. Meðal annarra merkra gripa eru hökull frá tíð séra Vigfúsar, sem Jón forseti hafði útvegað að beiðni prests. Þá hangir upp á vegg minningartafla, gerð af Bólu-Hjálmari, um ferðamann sem drukknaði í Hafralónsá.
Prestssetur var á Svalbarði til loka ársins 1928.

Heimild: Land og fólk, 2003, bls. 424

Um prestakallið

Þórshafnarprestakall
Í Þórshafnarprestakalli eru tvær sóknir: Þórshafnarsókn og Svalbarðssókn.
Íbúar Þórhafnarsóknar voru 411 þann 1. des. 2004. Mörk sóknarinnar eru hin sömu og mörk Þórshafnarhrepps. Íbúar Svalbarðssóknar voru á sama tíma 116. Mörk sóknarinnar eru hin sömu og mörk Svalbarðshrepps.

 

Þórshafnarsókn
Sauðanes
Talið er að kirkja hafi staðið á Sauðanesi frá því einhvern tíma á 11. öld en núverandi kirkja var reist árið 1889 af sr. Vigfúsi Sigurðssyni, f. 13. júní 1811, en hann var prestur á Sauðanesi frá 1869 til 1889.
Árið 1887 fór sr. Vigfús að huga að bygginu nýrrar kirkju og er talið að grind kirkjunnar hafi komið frá Noregi. Kirkjan er 9,2 m að lengd og 5,8 m að breidd, auk forkirkju. Kirkjan var reist upp á hæðinni, skammt frá nýja prestsbústaðnum, en fram til þess tíma höfðu kirkjur staðið niður undir kirkjugarðinum
Elstir gripa kirkjunnar eru tveir róðukrossar, taldir úr pápísku, og hanga þeir við altarið. Altaristaflan er frá árinu 1747. Utan á vængjahurð hennar stendur: ,,Offert Kirkju af” á þeirri vinstri og á þeirri hægri: ,,Hans Müle Lüía.” Líklegast er að þessi maður hafi gefið Refstaðakirkju í Vopnafirði þessa altaristöflu en hún keypt til Sauðaneskirkju árið 1819.
Prédikunarstóll Sauðaneskirkju var gefinn árið 1765 af sr. Árna Skaftasyni, f. 26. júní 1693, og var fyrst í kirkju sem við hann var kennd. Á honum stendur málað hvítum stöfum: ,,Þena stól lagde til Sauðanes kirkju Sr Arne Skaptason 1765.” Á stólinn eru málaðar fjórar postulamyndir. Aðrir gamlir munir eru kaleikur, patína og önnur klukka kirkjunnar. Kaleikurinn og patínan eru hvort tveggja smíðað af Indriða Þorsteinssyni, f. 18. júlí 1814, á Víðivöllum í Fnjóskadal, líklegast um eða eftir 1840.
Um árið 1875 var keypt orgel í Sauðaneskirkju.
Ýmsir munir hafa verið gefnir til kirkjunnar. M.a. má nefna grafinn skjöld til minningar um séra Halldór Björnsson, f. 21. júní 1798, sem kom að Sauðanesi árið 1848. Skírnarfontur kirkjunnar er útskorinn, gefinn árið 1953 af Langnesingum í tilefni af 70 ára afmæli sr. Þórðar Oddgeirssonar, f. 1. sept. 1883, prófasts í Sauðanesi.
Þá á kirkjan Guðbrandarbiblíu, sem gefin var til minningar um sr. Jón Halldórsson, prófast, f. 1. nóv. 1849 og konu hans frú Soffíu Daníelsdóttur, f. 2. mars 1858.
Sauðaneskirkja þjónaði sem sóknarkirkja íbúa Sauðanessóknar til 22. ágúst 1999 en þá var vígð ný kirkja á Þórshöfn.
Heimild: Langnesingasaga, fyrra bindi (1998) bls. 121-122

Gamla prestssetrið
Sr. Vigfús Sigurðsson kom prestur í Sauðanes 1869 og var þar til 1889. Hann hófst fljótlega handa við að byggja upp Sauðanesstað. Hann lét teikna íbúðarhús, sem byggt skyldi úr steini. Grjót var höggvið úr grjótnámum í Brekknafjalli og Prestlækjarbotnum og árið 1879 var byrjað að hlaða húsið, sem hann valdi stað uppi á hæðinni svo það mætti sjást vel langt að.
Húsið er 8 metrar að lengd og 6,85 metrar að breidd og veggjaþykkt 75 cm. Húsið er kjallari, ein hæð og vistarverur í risi. Húsið var íbúðarhæft árið 1880 og flutti sr. Vigfús þá í húsið þó byggingu þess lyki ekki fullkomlega fyrr en tíu árum síðar í tíð sr. Arnljóts Ólafssonar.
Húsið var prestssetur fram til ársins 1958 að nýtt prestssetur á Sauðanesi var tekið í notkun. Prestssetur var svo flutt til Þórshafnar árið 1984.
Gamla prestssetrið á Sauðanesi hefur nú fengið veglega umönnun og er staðnum til mikillar prýði. Mun framvegis hýsa safn muna sem tengdir eru mannlífi á Langanesi.
Heimild: Langnesingasaga, fyrrabindi (1998) bls 119-120

Þórshafnarkirkja
Langt er liðið frá því fyrst var farið að huga að byggingu nýrrar kirkju á Þórshöfn. Elzta skráða heimild þar um í fundargerðarbók Sauðanesssóknar er frá 1945 en þá ræddi þáverandi oddviti sóknarnefndar um nauðsyn kirkjubyggingar. Þó umræður hafi án efa haldið áfram er ekki getið um það í fundargerð fyrr en í desember 1962 en þá var kosin sjóðsstjórn kirkjubyggingarsjóðs og fjáröflunarnefnd.
Í febrúar 1987 samþykkti safnaðarfundur að hafinn verði undirbúningur að byggingu nýrrar kirkju á Þórshöfn og fól sóknarnefnd að útvega teikningar til að leggja fram.
Það var þó ekki fyrr en 17. september 1993 að fyrsta skóflustunga var tekin að þeirri kirkju sem nú er risin á Þórshöfn. Kirkjuskip rúmar um 160 manns í sæti. Á jarðhæð er safnaðarheimili og skrifstofa prests.
Uppsteypu kirkjunnar annaðist Jón Beck trésmiður Reyðarfirði og um raflagnir sá Snarvirki ehf Þórshöfn. Frágang innanhúss önnuðust Trésmiðjan Brú í Þistilfirði, Val sf trésmiðja á Húsavík, Norðurvík ehf Húsavík og Eiður Árnason múrarameistari á Húsavík lagði gólfflísar. Málun innanhúss var í höndum Norðurvíkur og nokkurra heimamanna.
Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, vígði Þórshafnarkirkju 22. ágúst 1999.
Þórshafnarkirkja er fagurt hús og í því möguleikar til fjölbreytts safnaðarstarfs. Í kirkjunni er góður hljómburður og hafa nokkrir kórar haldið þar tónleika og látið vel af.
Lokið var við kirkjuna að utan sumarið 2002 og annaðist Eiður Árnason múrarameistari það verk.
Heimild: Land og fólk, 2003, bls. 510-511

Svalbarðssókn
Kirkja hefur verið á Svalbarði um langan aldur. Árið 1318 var lýst eignum sem kirkjan hafði tekið í arf eftir Ara prest, f. um 1250, sem er hinn fyrsti nafngreindi Svalbarðsklerkur.
Kirkjan sem nú stendur á Svalbarði var byggð árið 1848. Það var hinn framkvæmdasami prestur, Vigfús Sigurðsson, f. 13. júní 1811, sem að Svalbarði 1847, er lét byggja kirkjuna. Smiðir við kirkjubygginguna voru Þorsteinn Þorsteinsson frá Grund í Eyjafirði, Gísli Þorsteinsson, Þórarinn Eymundsson og Halldór Halldórsson. Kirkjan var byggð úr timbri og stendur laus á grunni sem hlaðinn hefur verið úr hellugrjóti.
Kirkjan hefur tekið útlitsbreytingum í sambandi við 100 og 150 ára afmæli. Er hún nú að miklu leyti í upphaflegu formi. Kirkjan stendur í kirkjugarðinum. Garðurinn hefur verið sléttaður og stækkaður til norðurs. Um eldri hlutann er steinsteyptur garður en timburgirðing um aukann.
Í kirkjunni eru nokkrir merkir gripir. Altaristaflan mun vera frá fyrri huta 17. aldar. Séra Vigfús fékk hana í Vopnafirði um 1860. Hafði hún þá verið í Hofskirkju í um 200 ár. Meðal annarra merkra gripa eru hökull frá tíð séra Vigfúsar, sem Jón forseti hafði útvegað að beiðni prests. Þá hangir upp á vegg minningartafla, gerð af Bólu-Hjálmari, um ferðamann sem drukknaði í Hafralónsá.
Prestssetur var á Svalbarði til loka ársins 1928.

Heimild: Land og fólk, 2003, bls. 424

Svćđi

468 1220

Langanesbyggđ

Fjarđarvegi 3, 680 Ţórshöfn
Sími: 468 1220 | Bréfssími: 468 1323
Kennitala: 420369-1749-Banki: 179-26-5
Netfang: langanesbyggd (hjá) langanesbyggd.is

Póstlisti

Skráđu netfangiđ ţitt á póstlistann okkar