Kirkjur í Langanesbyggđ

Sauđaneskirkja Sauđaneskirkja er í Ţórshafnarprestakalli í Ţingeyjarprófastsdćmi. Sauđanes er bćr, kirkjustađur og var prestssetur á Langanesi, sjö km

Kirkjur í Langanesbyggđ

Sauðaneskirkja

Sauðaneskirkja er í Þórshafnarprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Sauðanes er bær, kirkjustaður og var prestssetur á Langanesi, sjö km norðan Þórshafnar. Sauðanes var lengi talið eitt þriggja beztu brauða landsins. Þar voru katólskar kirkjur helgaðar Guði og Ólafi helga Noregskonungi. Útkirkja var á Svalbarði.

Skeggjastaðkirkja

Skeggjastaðakirkju er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200.

Skeggjastaðakirkja er í Skeggjastaðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi. Skeggjastaðir eru bær, kirkjustaður og prestssetur við Bakkafjörð á Langanesströnd. Kirkjan, sem nú stendur, er úr timbri, Skeggjastaðakirkja var byggð árið 1845 og er elst kirkna á Austurlandi eða 160 ára. Sr. Hóseas Árnason sem var prestur á Skeggjastöðum1839-1859 stóð fyrir byggingu kirkjunnar.

Þórshafnarkirkja

Um prestakallið

Þórshafnarprestakall
Í Þórshafnarprestakalli eru tvær sóknir: Þórshafnarsókn og Svalbarðssókn.
Íbúar Þórhafnarsóknar voru 411 þann 1. des. 2004. Mörk sóknarinnar eru hin sömu og mörk Þórshafnarhrepps. Íbúar Svalbarðssóknar voru á sama tíma 116. Mörk sóknarinnar eru hin sömu og mörk Svalbarðshrepps.

Svćđi

468 1220

Langanesbyggđ

Fjarđarvegi 3, 680 Ţórshöfn
Sími: 468 1220 | Bréfssími: 468 1323
Kennitala: 420369-1749-Banki: 179-26-5
Netfang: langanesbyggd (hjá) langanesbyggd.is

Póstlisti

Skráđu netfangiđ ţitt á póstlistann okkar