Menntasetrið á Þórshöfn var opnað á árinu 2009 en þar er rekin framhaldsskóladeild Framhaldsskólans á Laugum í nánu samstarfi við skólann.
Langanesbyggð og Svalbarðshreppur stenda að baki verkefninu og hafa lagt til húsnæði til starfseminnar. Í Menntasetrinu á Þórshöfn er einnig mönnuð starfsstöð Þekkingarnets Þingeyinga sem býður jafnframt fjarfundabúnaði til kennslu, náms og funda, lesrými fyrir fjarnema og aðstöðu til prófatöku.
Verkefnastjóri framhaldsdeildarinnar á Þórshöfn er Hildur Stefánsdóttir, hildur@laugar.is og simi: 464-5140