Fara í efni

32. fundur byggðarráðs

03.12.2020 12:00

32. fundur, aukafundur, byggðaráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn og með fjarfundarbúnaði fimmtudaginn 3. desember 2020. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst í fjarfundarsambandi, Siggeir Stefánsson, Jóhann Hafberg Jónasson sem einnig ritaði fundargerð og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem var í fjarfundarsambandi.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.

Siggeir tók til máls og gerir athugasemd við það að fundagerð 26. fundar skipulags- og umhverfisnefndar væri ekki á dagskrá byggðarráðs.

Fundargerð

1.            Framkvæmdaáætlun 2021

Drög að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2021 til 2024 lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Vísað til annarrar umræðu sveitarstjórnar.

Samþykkt.

2.            Kauptilboð í Fjarðarveg 3

Kauptilboð í Fjarðarveg 3, dags. 16. nóvember 2020, lagt fram. Tilboðið er undirritað af sveitarstjóra með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Siggeir tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun: U-listinn óskar eftir frekar gögnum og kostnaði um flutning á skrifstofu.

Bókun um afgreiðslu: Vísað til sveitarstjórnar.

Samþykkt.

3.            Fundaáætlun sveitarstjórnar 2021

Drög að fundaáætlun sveitarstjórnar og nefnda lögð fram til kynningar.

Bókun um afgreiðslu: Fundaáætlun sveitarstjórnar er vísað til næsta fundar sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt.

 

4.            Rekstur framhaldsdeildar og símenntunar

Minnisblað með tillögu um mögulegt samstarf símenntunnar í Langanesbyggð lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Tillagan samþykkt og sveitarstjóra falið að boða til fundar á nýju ári með hlutaðeigandi aðilum.

Samþykkt.

5.            Rekstur gistiheimilis og verslunar á Bakkafirði

Fram er lagt minnisblað með tillögu og rammasamkomulag við Þorkel Gíslason vegna uppbyggingu og reksturs á gistiheimili og verslun á Bakkafirði, dags. 15. mars 2019.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir nýjum rekstraraðila og hugmyndum um rekstur og aðra starfsemi í bæði verslun og gistiheimili á Bakkafirði.

Málinu vísað til Atvinnu- og nýsköpunarnefndar.

Samþykkt.

6.            Viðaukasamkomulag við sýslumanninn á Norðurlandi eystra

Lögð fram drög að samkomulagi við sýslumanninn á Norðurlandi eystra um aðstöðu fyrir starfsmann embættisins á Þórshöfn.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd Langanesbyggðar.

Samþykkt.

7.            Erindi frá Zephyr um mögulegan vindmillugarð innan jarðanna Eiðis I og II og Ártúns

Lagður fram texti úr tölvupósti frá Katli Sigursjónssyni hjá Zephyr Ltd., dags. 11. nóvember 2020, fyrir hönd landeigenda jarðanna Eiðis I og II og Ártúns um möguleika á uppsetningu á vindmyllum til raforkuframleiðslu.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar.

Samþykkt.

8.            Samningur við HSN um bakvaktir hjúkrunarfræðinga

Drög að samningi við HSN um bakvaktir hjúkrunarfræðinga og greiðslu vegna læknaþjónustu á Nausti lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Lagðar eru til svohljóðandi orðalagsbreytingar: Í lið 1a verði gert ráð fyrir komu öldrunarlæknis tvisvar  á ári. Málsliðir 1 og 2 í grein 2b falli niður, enda ekki hlutverk HSN að skilgreina starfsskipulag Nausts. Byggðaráð samþykktir framlögð drög að öðru leyti og heimilar sveitarstjóra að undirrita samninginn eftir á orðnar breytingar.

Samþykkt.

9.            Verksamningur við Ístrukk ehf. vegna viðgerða á varnargarði á Bakkafirði

Undirritaður verksamningur við Ístrukk ehf. vegna viðgerða og annarra lagfæringa á varnargarði við Bakkafjarðarhöfn lagður fram, en ákveðið var að taka tilboði fyrirtækisins á 118. fundi sveitarstjórnar 15. október sl.

10.          Viðskiptagreindar lausnir sveitarfélaga – opið bókhald

Lagt fram tilboð frá KPMG um þjónustusamning vegna bættrar framsetningar og aukins aðgengis úr bókhaldi sveitarfélagsins, fyrir stjórnendur, forstöðumenn og sveitarstjórnarmenn.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að taka tilboði KPMG um þjónustu í allt að 36 mánuði og kostnaður vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt.

11.          Varmadælur fyrir Þórsver – minnisblað og tillaga

Lagt fram minnisblað og tillaga um kaup á varmadælum fyrir tónlistarskóla og sali í Þórsveri.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir framlagða tillögu og felur sveitarstjóra að gera viðauka við fjárhagsætlun vegna kaupa og uppsetningu á umræddum varmadælum, eftir því sem þarf.

Samþykkt.

12.          Samstarfssamningur við Faglausn

Drög að samstarfssamningi við Faglausn ehf., ráðgjafafyrirtæki á sviði hönnunar og verkfræðiþjónustu, lögð fram.

Málinu vísað til sveitastjórnar

13.          Áskorun á Reykjavíkurborg – ályktun byggðaráðs Skagafjarðar

Áskorun byggðaráðs Skagafjarðar, samþykkt á fundi þess 24. nóvember sl., lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð Langanesbyggðar tekur undir ályktun byggðaráðs Skagafjarðar og hvetur borgaryfirvöld að afturkalla málshöfðum sína gegn ríkinu, vegna kröfu um van goldin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, samtals að upphæð 8,7 milljarða króna. Áhrif þessarar málshöfðunar hefur áhrif á samstarf sveitarfélaga í landinu til hins verra og mjög slæm áhrif á afkomu annarra sveitarfélaga í landinu. Reykjavíkurborg hefur m.a. margskonar ávinning sem höfuðborg landsins sem önnur sveitarfélög njóta ekki.

Samþykkt.

14.          Drög að ályktun fyrir þing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. desember nk.

Drög að tillögu að ályktun fyrir þing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á netinu 18. desember nk., lögð fram. Ályktunardrögin koma frá Grýtubakkahreppi.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að Langanesbyggð styðji við þessa ályktun.

Samþykkt

15.          Yfirlit um stöðugildi í grunnskóla

Yfirlitið lagt fram.

16.          Úthlutun byggðakvóta

Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 30. nóvember 2020, um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2020-2021 til hafna í sveitarfélaginu.

Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð óskar eftir skýringu á lækkun byggðarkvóta næsta árs á Þórshöfn.

Samþykkt

17.          Fundagerð stjórnar FFPD dags. 26. október 2020 og hluthafafundar sama dags.

Fundargerðirnar lagðar fram.

18.          Ráðningasamningur við nýjan skrifstofustjóra

Undirritaður ráðningasamningur við nýjan skrifstofustjóra lagður fram til kynningar.

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:51.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?