Fara í efni

24. fundur byggðarráðs

18.06.2020 12:00

24. fundur, byggðarráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 18. júní  2020. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson og Jónas Egilsson sveitarstjóri og Jóhann Hafberg Jónasson sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

1.            Fundargerðir rekstrarstjórnar Nausts nr. 4, 5, 6 og 7, dags. 6. febr., 20. mars, 25. maí og 15. júní 2020

Fundargerðir rekstrarstjórnar lagðar fram og staðfestar.

2.            Betri Bakkafjörður – ýmsar fundagerðir

a.            Fundur um leikskólamál á Bakkafirði, dags. 27. mars 2020

b.            Fundur um leikskólamál á Bakkafirði, dags. 14. maí 2020

c.            Fundargerð frá fundi verkefnisstjóra með fulltrúum Orkuseturs og Orkustofnunar, dags. 26 maí 2020

d.            Verkefnisstjórn, fundur dags. 14. maí 2020

e.            Verkefnisstjórn, 13. fundur dags. 29. maí 2020

f.             Verkefnisstjórn, 14. fundur, dags. 5. júní 2020

g.            Fundargerð um verkefnið „Hafnartangi á Bakkafirði – áningarstaður við ysta haf, dags. 6. maí 2020

h.            Fundargerð verkefnisstjórnar Tangans á Bakkafirði, dags. 3 júní 2020

i.             Fundargerð frá fundi um málefni fiskvinnslunnar að Hafnargötu 2-4, dags. 6. maí 2020

Fundargerðirnar lagðar fram.

3.            Fundargerð FFPD, dags. 18. maí 2020

Fundargerðin lögð fram.

4.            Kjörskrá vegna forsetakosninganna 27. júní 2020

Kjörskrá vegna forsetakosninganna 27. júní nk. lögð fram, ásamt bréfi frá Þjóðskrá dags. 9. júní 2020. Kjörskráin var undirrituð af oddvita og sveitarstjóra í samræmi við 2. mgr. 24. gr. kosningalaga.

Bókun um afgreiðslu:  Samþykkt, í samræmi við 31. gr. samþykkta Langanesbyggðar, að auglýsa framlagða kjörskrá til skoðunar á skrifstofu sveitarfélagsins fram að kjördegi.

Samþykkt.

5.            Bréf umhverfisráðuneytisins til Umhverfisstofnunar, dags. 4. júní 2020, vegna verðskrár stofnunarinnar

Bréfið lagt fram.

6.            Bréf vegna bifreiðaskoðunar í Langanesbyggð og nágrenni frá héraðsnefnd, dags. 5. mars og frá Frumherja dags. 5. júní 2020

Bókun um afgreiðslu: Um leið og svör Frumherja eru þökkuð, er bent á eftirfarandi: Um er ræða lögbundna skoðun bifreiða, sem allar bifreiðar verða að undirgangast. Frumherji er með samning við ríkið um þessa skoðun og fyrirtækið var einkavætt á þeim forsendum að það sinnti þessari þjónustu við íbúa. Kostnaður bifreiðaeigenda við akstur til Vopnafjarðar eða Húsavíkur á opnunartíma Frumherja er talsverður, sérstaklega fyrir atvinnubíla sem jafnvel þurfa að fara fleiri ferðir vegna tengivagna og annars búnaðar. Til viðbótar kemur að bifreiðaeigendur þurfa flestir að taka sér frí úr vinnu heilan dag til að komast með bifreiðar sínar til skoðunar. Frumherji hefur verið með aðstöðu á svæðinu til skoðunar bifreiða og það gengið vel og því er þeim fullyrðingum hafnað um „fábrotnar“ aðstæður sé um að ræða. Rauntilgangur Frumherja virðist því fyrst og fremst vera að draga úr þjónustu við bifreiðaeigendur til að lækka eigin rekstrarkostnað. Einnig vill byggðaráð benda á að það sé gagnstætt byggðastefnu stjórnavalda að skerða þjónustu ríkisins í hinum dreifðari byggðalögum landsins eins og Frumherji gerir með þessari ákvörðun sinni.

Byggðaráð krefst þess að Frumherji og ríkisvaldið tryggja að skoðun bifreiða verði áfram á Þórshöfn og öðrum nærliggjandi byggðarlögum eins og verið hefur.

Samþykkt. 

7.            Drög að samningi milli Slökkviliðs Langanesbyggðar og Vegagerðarinnar vegna hreinsun þjóðavega í kjölfar umferðaróhappa

Drögin að samningi lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við samninginn og felur slökkviliðsstjóra að undirrita hann.

Samþykkt.

8.            Samningur við ábúendur Hallgilsstaða

Samningur við ábúendur að Hallgilsstöðum 1, dags. 17. júní 2020, lagður fram að nýju ásamt uppgjöri út árið 2018 vegna fyrri leigusamnings með yfirliti um framkvæmdir og endurbætur á  jörðinni, húsum o.fl. Drög að samningi voru lögð fram á 16. fundi byggðaráðs 5. desember 2019.

Einnig er lagt fram fundarboð vegna aðalfundar veiðifélags Hafralónsár 19. júní n.k. kl. 14 í Svalbarðsskóla. Skv. nýjum samning fer Langanesbyggð með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.

Siggeir Stefánsson bað um fundahlé kl.13:15, samþykkt.

Fundur settur að nýju kl. 13:30.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur sveitarstjóra að undirritað samninginn með fyrirvara um endanlegt samþykki sveitastjórnar. Einnig samþykkt að sveitarstjóri eða oddviti í forföllum hans fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundum veiðifélags Hafralónsár og deilda þess fyrir árið 2020.

Samþykkt.

9.            Samantekt um ástand Langanesvegar 2

Samantekt Faglausnar, dags. í júní 2020 lögð fram til kynningar.

10.          Rekstraryfirlit janúar til apríl 2020

Rekstraryfirlit A og B hluta rekstrar Langanesbyggðar lagt fram. Einnig eru lögð fram yfirlit rekstrar helstu deilda sveitarfélagsins.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:22.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?