Fara í efni

15. fundur byggðarráðs

14.11.2019 12:04

15. fundur, vinnufundur, byggðarráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 14. nóvember 2019. Fundur var settur kl. 12:04.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Elías Pétursson sveitarstjóri og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og lagði fram dagskrá með gestum fundarins

 

Fundargerð

1.         Fulltrúar Björgunarsveitarinnar Hafliða mæta á fundinn

Þórarinn J. Þórisson formaður og Tryggvi Steinn Sigfússon varaformaður stjórnar Björgunarsveitarinnar Hafliða mættu á fundinn undir þessum lið vegna nýbyggingarmála sveitarinnar.

Þórarinn og Tryggvi viku af fundi.

Bókun um afgreiðslu: Ákveðið að leita til skipulagsráðgjafa sveitarfélagsins um stækkun húss sveitarinnar á núverandi lóð miðað við umræður á fundinum. Einnig ákveðið að skoða möguleika með nýbyggingu og aðra staðsetningu vegna hennar.

Samþykkt.

2.         Umsögn um 148. þingmál um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033

Drög að umsögn um ofangreint mál lögð fram í samræmi við ákvörðun 14. tl. 105. fundar sveitarstjórnar. Sveitarstjóra falið að senda þessa umsögn til nefndarsviðs alþingis og til annarra hlutaðeigandi.

Samþykkt með tveimur atkvæðum en einn sat hjá.

3.         Viljayfirlýsing um samstarf um þróun og eflingu opinberrar þjónustu

Drög að viljayfirlýsingu sýslumannsins á Norðurlandi eystra og sveitarstjóra Langanesbyggðar um samstarf um þróun og eflingu opinberrar þjónustu í þágu einstaklinga og fyrirtækja í Langanesbyggð lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fagnar framkomnum hugmyndum og felur sveitarstjóra að vinna að málinu áfram og kynna fyrir byggðaráði tillögur.

Samþykkt.

4.         Kennslueldhús, kostnaðaráætlun

Lögð fram drög að verklýsingu frá verkfræðistofunni Eflu dags. 11.11.2019 og þrjár áætlanir um kostnað.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að fara í verkefnið fyrir allt að 4,5 m.kr. Jafnframt er sveitarstjóra heimilað að framkvæma verðkönnun á verkliðum sem snúa að uppsetningu innréttinga og frágangi rýmis. Enn fremur að viðauki verði gerður við fjárhagsáætlun 2019 vegna umfram kostnaðar.

Samþykkt.

5.         Götulýsing í Langanesbyggð, samningsdrög og gögn til kynningar

Drög að samningi um afhendingu á götulýsingarkerfi í Langanesbyggð til eignar ásamt greinargerð og öðrum gögnum lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að skoða málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Samþykkt.

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:36.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?