Fara í efni

13. fundur byggðarráðs

07.11.2019 12:00

13. fundur byggðarráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 7. nóvember 2019. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Elías Pétursson sveitarstjóri og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð. Svo var ekki. Formaður óskaði eftir nýjum lið á dagskrá „Fundargerð verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar“ dags. 5. nóvember 2019 og að sá liður verði fyrsti liður á dagskrá og dagskránúmer annarra liða breytist til samræmis. Samþykkt

 

Fundargerð

1.         Fundargerð verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar, dags. 5. nóvember 2019

Fundargerðin lögð fram.

2.         Fundargerð verkefnisstjórnar um heilsueflandi sveitarfélaga, dags. 20. september 2019

Fundargerðin staðfest.

3.         Erindi frá Stígamótum, dags. 10. október 2019

Lagt fram erindi frá Stígamótum um beiðni um fjárhagstuðning.

Byggðaráð sér sér ekki fært við að verða við erindinu.

4.         Erindi frá forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar, 1. nóvember 2019

Lagt er fram erindi forstöðumanns þjónustumiðstöðvar þar sem óskað er eftir því að lausráðinn starfsmaður miðstöðvarinnar verði áfram í starfi um óákveðinn tíma.

Samþykkt að vísa málinu til sveitarstjórnar.

5.         Tilboð um forskoðun á sameiningu sveitarfélaga, erindi frá Capacent móttekið 29. október 2019

Erindið lagt fram.

6.         Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 21 .október 2019

Skv. erindinu tóku ný lög gildi um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Lánasjóðurinn fer fram á afriti af gildum og viðurkenndum persónuskilríkum fyrir alla kjörna fulltrúa í sveitarstjórn, sveitarstjóra og annarra sem hafa prókúru hafa.

Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að safna umbeðnum gögnum og koma til sjóðsins.

7.         Samkomulag um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

Lögð fram drög að samkomulagi um sameiningu Almannavarnarnefndar Þingeyinga og Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar. Á fundi Almannavarnarnefndar Þingeyinga þann 15. október 2019 var samþykkt að fela lögreglustjóra, Höllu Bergþóru Björnsdóttur að útbúa drög að samkomulagi um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Samkomulagið yrði svo lagt fyrir sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna til afgreiðslu.

Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög um samkomulag um skipan sameiginlegrar almannavarnarnefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra með því skilyrði að Slökkviliðsstjóri Langagnesbyggðar hafi sömu aðkomu að nefndinni og slökkviliðsstjórar Akureyrarbæjar og Norðurþings með þeim rökum að starfssvæði hans nær yfir gríðarstórt landsvæði þar sem almannavarnaástand getur og hefur skapast.

8.         Samstarf slökkviliða Langanesbyggðar og Norðurþings

Fram er lagður samstarfssamningur milli Slökkviliða Norðurþings og Langanesbyggðar, dags. 24. september 2019, einnig er lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra. Samkomulag þetta er gert með vísan til reglugerðar nr. 747/2018.

Byggðaráð staðfestir samninginn.

9.         Sértækur Byggðakvóti, afgreiðslu frestað á 12. fundi byggðaráðs

Siggeir lýsti sig vanhæfan við afgreiðslu þessa mál. Samþykkt.

Byggðaráð vísar málinu til sveitarstjórnar.

Siggeir tók aftur sæti á fundinum.

10.       Tilboð Concello um útboð og verðkönnun á tryggingum, dags. 17. október 2019

Byggðaráð felur sveitarstjóra að fá Concello til að vinna úttekt í samræmi við framlagt tilboð um útboð á tryggingum sveitarfélagsins og í framhaldinu að bjóða tryggingar út.

11.       Fjárhagsáætlun 2020

Rammaáætlun fyrir fjárhagsáætlun 2020 lögð fram. Sveitarstjóri fór yfir áætlunina og forsendur hennar einnig lagði sveitarstjóri til að byggðaráð fundaði með deildarstjórum eftir ákveðnu fyrirkomulagi.

Byggðaráð samþykkir að bjóða deildarstjórum til fundar og felur sveitarstjóra að skipuleggja þá fundi í samræmi við tillögur sína, fundir skulu haldnir þann 13. nóvember og hefjast kl. 13:00.

12.       Naust kostnaðaráætlun vegna endurbóta

Lagt fram minnisblað frá Eflu, dags. 5. nóvember 2019, um áætlaðan verktakakostnað við endurbætur á 1. hæð Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Nausts.

Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna viðauka við fjárhagsáætlun vegna aukins kostnaðar og að láta framkvæma verkið í samræmi við tímaáætlun.

13.       Kennslueldhús, kostnaðaráætlun

Fram er lögð kostnaðaráætlun og teikningar að nýju kennslueldhúsi í Veri fyrir Grunnskólann. Sveitarstjóri fór yfir málið og skýrði.

Byggðaráð samþykkir að fara í verkefnið skv. lokaáætlun sem lögð fyrir næsta fund byggðaráðs.

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:32.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?