Fara í efni

10. fundur byggðarráðs

01.08.2019 12:00

 10. fundur byggðarráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 1. ágúst 2019. Fundur var settur kl. 12:00.

 Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Elías Pétursson sveitarstjóri og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð. 

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð. Svo var ekki. Að því búnu var gengið til dagskrár.

 Fundargerð

1. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 30. júlí 2019

  1. 1. liður: Stofnun lögbýlis að Hólum

Byggðaráð staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og gerir fyrir sitt leiti ekki athugasemd við að stofnað verði lögbýli á jörðinni Hólum, landnúmer 220289.

Samþykkt samhljóða.

Siggeir Stefánsson lagði fram svohljóðandi bókun fyrir hönd U-listans: U-listinn samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lögbýlis að Hólum. Einnig viljum við biðja landeigendur forláts á töfum á afgreiðslu málsins um leið og við lýsum yfir vanþóknun okkar á vinnubrögðum sveitarstjóra í málinu.

Sveitarstjóri hafnar því til að illa eða ófagmannlega hafi verið staðið að málum.

Siggeir Stefánsson lagði fram svohljóðandi bókun: U-listinn stendur við sína bókun og vísar í greinagerð frá FFPD.

  1. 2. liður: Erindi Björgunarsveitarinnar Hafliða, ósk um umsögn vegna mögulegrar stækkunar Hafliðabúðar

Byggðaráð staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að bjóða stjórn Björgunarsveitarinnar Hafliða til fundar við ráðið hið fyrsta. Efni fundar verði fyrirkomulag svæðisins og aðstaða sveitarinnar til framtíðar.

Samþykkt samhljóða.

  1. 3. liður: Deiliskipulag við Bakkaveg og Vesturveg Byggðarráð staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða

Fundargerðin framlögð og staðfest.

2. Fyrirspurn um efnistöku í Gunnólfsvík

Sveitarstjóri lagði fram og fór yfir fyrirspurn GYG ehf. dags. 29. júlí er varðar möguleika á jarðvegsefnistöku í Gunnólfsvík og útskipun efnis um Þórshafnarhöfn.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara með það að markmiði að fá fyllri mynd af hugmynd þeirra.

Samþykkt samhljóða.

3. Innsent erindi frá Skyora Ltd.

Sveitarstjóri lagði fram og fór yfir fyrirspurn frá Skyrora Ltd. í Skotlandi, dags. 30. júlí 2019, um möguleika á landnæði í Langanesbyggð til tilraunaskota á litlum eldflaugum. Markmið fyrirspyrjanda er að þróa eldflaugar ætlaðar til að flytja litla gervihnetti á sporbraut um jörðu, einnig kemur fram í erindinu að vilji sé til samstarfs um fræðslu skólabarna o.fl. 

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráðer jákvætt fyrir erindinu og felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara um nánari útfærslu.

Samþykkt samhljóða.

4. Ljósleiðaravæðing við Bakkaflóa

Sveitarstjóri lagði fram og fór yfir drög að bréfi sveitarfélagsins til verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar, í bréfinu er sett fram ósk um styrk til ljósleiðaravæðingar við Bakkaflóa. Einnig er lagt fram minnisblað ráðgjafa, dags. 23. júlí 2019, vegna sama máls.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur sveitarstjóra að senda framlagt erindi á verkefnisstjórn Betri Bakkafjarðar.

Samþykkt samhljóða.

5. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Fram er lagður lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga vegna heimildar til samtals 68 m.kr. lántöku sbr. ákvörðun 9. liðar 8. fundar byggðaráðs frá 18. júlí sl. og 1. liðar 9. fundar byggðaráðs, dags. 22. júlí sl.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð Langanesbyggðar samþykkir hér með á fundi sínum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 68 milljónir, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem byggðaráð hefur kynnt sér.

Byggðaráð Langanesbyggðar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið annarsvegar til að fjármagna byggingu nýs leikskóla og hins vegar til að fjármagna lóðarframkvæmdir sem fela í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Elíasi Péturssyni sveitarstjóra kt. 130665-3739, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Langanesbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samljóða.

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:52.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?