Fara í efni

Sumarstörf fyrir námsmenn

Fréttir

Langanesbyggð auglýsir eftir umsóknum um sumarstörf fyrir námsmenn. 

Einstaklingar 18 ára og eldri geta sótt um og verða að hafa verið í námi í vetur eða vera skráðir í nám í haust. Um er að ræða átaksverkefni ríkisstjórnarinnar og tveggja og hálfs mánaðar ráðningartíma. Laun eru greidd skv. kjarasamningum, að hámarki kr. 472 þús. á mán. Vinna getur verið á vettvangi, í fjarvinnu eða sambland af hvoru tveggja. Hefðbundin sumarstörf eiga ekki við.

Langanesbyggð auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum í ýmiss verkefni í sumar.

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí nk.

Umsóknir og fyrirspurnir sendist á netfangið: langanesbyggd@langanesbyggd.is