Fara í efni

Evrópurútan á ferð um landið - Þórshöfn

30 ár eru síðan að samningur um Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var undirritaður og veitti Íslandi meðal annars aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og aukin tækifæri til samstarfs í Evrópu. Af því tilefni verður Evrópurútan gangsett og ferðast hún um Ísland í september þar sem vakin verður athygli á árangri af evrópuverkefnum í heimabyggð og tækifærum til framtíðar í alþjóðasamstarfi.
Um er að ræða kynningu á samstarfsáætlunum ESB á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar og æskulýðsstarfs, mun Evrópurútan hitta fjölbreytta markhópa á hverjum viðkomustað.
Rannís hefur umsjón með öllum helstu samstarfsáætlunum á sviði mennta-, menningar-, vísinda- og fyrirtækjasamstarfs og mun á hringferð sinni um landið veita upplýsingar um:
Erasmus+
European Solidary Corps
Horizon Europe
Enterprise Europe Network
Digital Europe
Creative Europe
LIFE
Nordplus.
Aðgangur að viðburðum Evrópurútunnar er ókeypis og öll hjartanlega velkomin
Óskað er eftir skráningu á viðburðina fyrir áætlun veitinga á hverjum stað fyrir sig: https://forms.office.com/e/mAgTA5tQkH