Evrópurútan á ferð um landið - Þórshöfn
23. september - 2. nóvember
kl. 15:30-20:59
Holtið Kitchenbar - Þórshöfn
30 ár eru síðan að samningur um Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var undirritaður og veitti Íslandi meðal annars aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og aukin tækifæri til samstarfs í Evrópu. Af því tilefni verður Evrópurútan gangsett og ferðast hún um Ísland í september þar sem vakin verður athygli á árangri af evrópuverkefnum í heimabyggð og tækifærum til framtíðar í alþjóðasamstarfi.
Um er að ræða kynningu á samstarfsáætlunum ESB á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar og æskulýðsstarfs, mun Evrópurútan hitta fjölbreytta markhópa á hverjum viðkomustað.
Rannís hefur umsjón með öllum helstu samstarfsáætlunum á sviði mennta-, menningar-, vísinda- og fyrirtækjasamstarfs og mun á hringferð sinni um landið veita upplýsingar um:
Erasmus+
European Solidary Corps
Horizon Europe
Enterprise Europe Network
Digital Europe
Creative Europe
LIFE
Nordplus.
European Solidary Corps
Horizon Europe
Enterprise Europe Network
Digital Europe
Creative Europe
LIFE
Nordplus.
Aðgangur að viðburðum Evrópurútunnar er ókeypis og öll hjartanlega velkomin
Óskað er eftir skráningu á viðburðina fyrir áætlun veitinga á hverjum stað fyrir sig: https://forms.office.com/e/mAgTA5tQkH