Skip to content

Gunnólfsvíkurfjall

Gunnólfsvíkurfjall við Finnafjörð er hæsta fjallið á Langanesi, 719 m hátt og rís þverhnípt úr sjó. Uppi á fjallinu er ratsjárstöð sem reist var á vegum NATO árið 1987. Brattur vegurinn upp á fjallið er lokaður almenningi en akvegurinn er fyrir starfsfólk ratsjárstöðvarinnar sem enn er í notkun á vegum Landhelgisgæslunnar. Heimilt er að ganga eftir veginum á fjallið.

Gunnólfsvíkurfjall — The Reykjavik Grapevine