Bakkafj÷r­ur

Um Bakkafj÷r­ ┴ Bakkafir­i snřst lÝfi­ a­ mestu um fiskinn Ý sjˇnum og rÚttinn til a­ hafa lÝfsvi­urvŠri sitt af vei­um ß honum! ┴ Bakkafir­i vinna

Bakkafj÷r­ur

Um Bakkafjörð

Á Bakkafirði snýst lífið að mestu um fiskinn í sjónum og réttinn til að hafa lífsviðurværi sitt af veiðum á honum! Á Bakkafirði vinna flestir við eitthvað tengt fiskveiðum, þeir sem ekki vinna á sjó vinna þeir í landi við fiskvinnslu eða beitningu. Á Bakkafirði eru eingöngu trilluútgerð og byggjast veiðarnar aðallega á þorski, fyrir utan grásleppuvertíðina á vorin. Stærsta fiskverkunin er Toppfiskur. en þar starfa um 10-15 manns. Á Bakkafirði eru einnig nokkur fjölskyldufyrirtæki. Á Bakkafirði búa um 80 íbúar. 

 

Skeggjastaðakirkja

Á Skeggjastöðum bjó landnámsmaðurinn Hróðgeir hinn hvíti er "nam Sandvík fyrir norðan Digranes allt til Miðfjarðar" að sögn Landnámu. Á þessum slóðum voru fjórðungsmörk og toguðust biskupar á um hvorum stólnum staðurinn skyldi fylgja. Skálholtsbiskup hafði þó betur enda var kirkjan helguð Þorláki biskupi. Fram til 1841 þegar Norður-Þingeyjarsýsla var stofnuð náði prestakallið yfir alla suðurströnd Langaness. Kirkjan sem nú stendur var upphaflega reist árið 1845 og er elsta timburkirkja á Austurlandi. Hana lét reisa Sr. Hóseas Árnason. Árið 1961-62 var hún gerð upp og skreytt hið innra af Jóni og Grétu Björnsson. Þá var einnig smíðuð viðbygging með turni.

Upplýsingar um grafreiti í kirkjugarðinum að Skeggjastöðum.

Ratsjárstöðin á Gunnólfsvíkurfjalli

Árið 1987 tók Ratsjárstofnun í notkun ratsjárstöð uppi á Gunnólfsvíkurfjalli. Þar sem fjallið tilheyrir fyrrum Skeggjastaðahreppi var um það samið við byggingu stöðvarinnar að starfsmenn hennar myndu búa á Bakkafirði. Ratsjárstofnun byggði 8 einbýlishús á Bakkafirði fyrir sína starfsmenn.

Digranesviti

Úrbókinni Vitar á Íslandi:
„Digranesviti á Svartnesi í Digranesenni við Bakkafjörð var byggður árið 1943. Vegna stríðsátakanna var ekki unnt að afla nauðsynlegra tækja í vitann fyrr en árið 1947, en þá var hann útbúinn með sænsku ljóshúsi, 215° díoptrískri 500 mm linsu og gasljóstækjum. Vitinn var rafvæddur með straumi frá rafveitu árið 1988.“ Hönnuður: Axel Sveinsson verkfræðingur.

SvŠ­i

468 1220

Langanesbygg­

Fjar­arvegi 3, 680 ١rsh÷fn
SÝmi: 468 1220 | BrÚfssÝmi: 468 1323
Kennitala: 420369-1749
Netfang: sveitarstjori(hja)langanesbyggd.is

Pˇstlisti

Skrß­u netfangi­ ■itt ß pˇstlistann okkar